sunnudagur, ágúst 27, 2006

sit hérna ein á laugardagseftirmidegi og fæ mér einn kaldan. ágústa frænka hringir. riiiiiiiing riiiiiiiing. hún er hífuð, ótrúlegt en satt. valgerður á víst afmæli á morgun og þær vinkonurnar eru að fagna. sörpræs, þorvaldur davíð mætir og syngur fyrir afmælisbarnið því að stefaní datt á hausinn þegar hún var að vinna í lóninu, talaði bara ensku og bað hann:

will you please come to my cousins birthday party and sing for her? haldiði að kallinn hafi ekki bara sagt já og kabúmm, óóóó vala gemmér annan sjéééééns...

nú, ekki var annað hægt í stöðinni en að sýna virðingu og drekka á meðan að samtalinu stendur, einn, tvo og þrjá bjóra. ágústa segir blééés og ég heyri í bílskúrshurðinni. erla og wiss voru að koma heim ásamt vini okkar eddie sem dröslar bílnum sínum inn í bílskúrinn þeirra, en bílnum hans hafði sum sé verið stolið um daginn og fundinn í dag og vantar á hann skott-hurðina, græjurnar og allt fyrir neðan stýrið. mjööööööööööög fyndið.

ég segi bara til hamingju valgerður og megir þú lengi lifa, kannski usher mæti í tvítugsafmælið:)

var að setja myndir inn síðan í boston með bobby og teddý.... endilega kíkið

shake and bake!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir það Ólöf....jáh það væri ekki leiðinlegt ef hann myndi mæta á svæðið haha :)

Lafan sagði...

haha... já ég held samt að það muni kosta meira en allt sem ég hef átt um ævina þanning að... haha

til hamingju með ammilið annars og mundu að þú ert ávallt velkomin í erlu-hús:)