þriðjudagur, júlí 04, 2006

ég sé um hestinn þú sérð um hnakkinn við skulum hleypa á skeið

landsmót þótti mjög vel til takast, verðurguðirnir okkur hliðhollir, hestarnir glæsilegir, bjórarnir drukknir (að ég held, nema kannski eggert sem svaf mest allt laugardagskvöldið þar til teddý þurfti skiptingu...) og að lokum var dansinum leyft að duna á meðan að todmobil og paparnir gerðu allt vitlaust með cameltóum og skotadönsum. nú svo var kíkt á halldórsstaði, uppeldisbæ eggerts og palla og co og fyrrnefndur táraðist af söknuði við nba spjaldið sitt sem hékk ennþá útí hlöðu. svo renndu strákarnir fyrir fiski, enda búnir að kaupa eina góða stöng fyrir lítinn pening, en sá gallinn var á honum að of mikið hafði ringt í ána og ekkert fékkst á stöngina góðu, nema kannski hlátrasköll frá áhorfendum er jóhann nokkur kenndur við ólafsson féll kylliflatur í ánni eftir að tútturnar höfðu gefið undan straumnum. undirrituð rakst svo á ragnar nokkurn sem var skólabróðir í ameríku í denn og voru þeir fundir myndaðir í bak og fyrir, enda myndarfólk bæði tvö. nú ég ætla svo sem ekkert að hafa þennan pistil neitt mikið lengri, nema vil koma þökkum til flosa frá húfu (eða var það orra frá þúfu?) fyrir óendalega skemmtun, teddý fyrir norðlenskuna sem hún gat ómögulega borið fram, elínu tinnu fyrir að koma mér heilu og höldnu heim í tjald, ágústu og valgerði fyrir frumlegheit í fellihýsa söngpartýinu, 17 ára dúddanum fyrir að reyna við mig (sjálfstraustið alveg í blússandi plús) og að lokum mótshöldurum fyrir fádæma þolinmæði þegar teddý rakst í hátalarana sem duttu í gólfið og tafði ballið um fimm mínútur.
hér koma nokkrar myndir svona til gamans, vonandi verða þær komnar inn sem fyrst
alltílægiblés.



3 ummæli:

Erla Ósk sagði...

Eg se ad thetta var god ferd nordur... Wish I was there.

Hlakka til ad sja thig eftir nokkrar vikur!

kv,
ERla

Nafnlaus sagði...

ég skemmti mér konunglega þarna og takk fyrir að sýna mér brazilíska vaxið, það var virkilega töff!!

Lafan sagði...

erla: jááááá ekki langt í mig:) og farðu svo að koma með okkur í þessar útilegur! hehe

gummó: enídei mæ frend! en ég vona nú samt að þú fljúgir á írska daga a akranesi til að sjá beturumbæturnar sem hafa orðið frá síðasta kíkji!