þriðjudagur, apríl 25, 2006



bara tvær vikur eftir af háskólaferli mínum í bandaríkjunum (nema harvard geri massa mistök í innrituninni og skrái ólöfu péturs til náms í lögfræði í stað olAFS peterson, en það er önnur saga) og eftir miðvikudaginn mun ég aldrei, já ALDREI aftur þurfa að fara með fyrirlestra um stöff sem ég hef ekki hugmynd um!

en kristján, eða Chris John eins og kanarnir segja og jóna, eða Dssjóna, eru lent heilu og höldnu og komust klakklaust í gegnum ofurtollinn með úrbeinað lambalærið og eru þeim hér með færðar hjartansþakkir fyrir það!

sl. föstudag var svo haldið upp á vor-gleði, eða springfest uppí skóla. bjór á einn dollar og hljómsveitir á skólatúninu, mér leið hreinlega bara eins og í grís-myndinni, slík var gleðin!

svo var mamma að senda mér myndir af dúfudrápinu sem átti sér stað ´98 og ó mæ god! eruði að meina þetta!! ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að birta þær hérna á síðunni vegna þess að þær eru hreinlega það fyndasta sem ég hef séð!!

jæja komin tími á kríu, enda fyrirlestur á morgun og það er ekki á það bætandi ef maður mætir með bauga niður á hné og glóðurauga á báðum! (og magga, já ég skal muna eftir að fara í brjóstarhaldara haha)

hilsen Ólöf dúfubani

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já þetta með friðardúfuna var bara snilld....þau þarna úti þekktu þig hrakfallabálkinn ekki nógu vel til að treysta þér til að geyma dúfuna !!! hahaha Endilega settu myndina inn. Fötin þín voru líka svo flott þarna ;)

En já ég skil það að það er betra að vera í brjóstahaldara ;) híhíhí

Nafnlaus sagði...

ég sá þessar myndir hjá mömmu þinni í gær þaær eru bara flottar, þú ert snillingur.

Takk æðislega fyrir dömuna hún var rosalega ánægð með þetta allt saman og tattúaði alla vini sína hehe.
það er gott að eiga góða frænku í útlandinu :-)
kveðja Aníta

Nafnlaus sagði...

haha ja Ólöf, svona magor smáatriði fara ekki fram hjá neinum! haha

Lafan sagði...

petra: ja, eg veeeeeeeerd ad setja hana i backround hja mer:) og brjostarhaldaratipsid kom upphaflega fra tviburasostre minni thegar eg var ad kvarta um hvad eg liti illa ut... tha sagdi hun, tja thu getur allavegana byrjad a thvi ad fara i brjostarhaldara!!!!!!!

anita: ja, thad var litid, vonandi voru tattuin ekki landvarandi:) og ef hun bidur um alvoru tattu i framtidinni tha skal eg utskyra fyrir henni ad thad er mjoooooog sart haha!

magga: haha thvilik setning!!!!!!!