sunnudagur, apríl 02, 2006

skellti mér í systrafélags teiti a la kaninn í gær sem endaði með feitri ferð niðrí bæ á nýjan stað sem ég á sko heldur betur eftir að fara með ykkur kæru heimsækjendur á. allir þeir sem vettlingi geta valdið voru þar og barþjóninn fékk ekki staðist íslenska hreim undirritaðra og gaf mér fría drykki allt kvöldið (erfitt að vera svona sætur huh) en það magnaðasta við gærkvöldið var tilvonandi mágur minn hann andrew wissler.

wissler kemur inn á staðinn sem við vorum öll á með ókunnugan mann með í för. nei nei nema hvað, þessi ágæti náungi var ekki þessi meðal jón útí bæ, heldur var þetta heimilislaus svartur karlmaður á fimmtugsaldri. en svo vildi til að meðan að wissler sat úti á bekk að tala í símann kemur umræddur náungi upp að honum og biður um smá ölmusu. ekki vildi betur til en að wissler átti ekki krónu á sér,leið mjög illa yfir því að geta ekki hjálpað aumingja manninum og þess í stað bauð honum að setjast hjá honum og hreinlega rabba saman. eftir um hálftíma spjall ákveður wissler að bjóða honum að borða samloku með sér og svo tekur hann hann með sér inn á staðinn sem við vorum á og bauð honum bjór. heimilislausi maðurinn var svo svakalega þakklátur að hann braust næstum í grát þegar ég svo gaf honum 10 dollara til að koma sér heim (ef hann átti nú einhverntímann heimili)

mér leið eins og gaurnum þarna í pay it forward og er hér með komið að mér að gera góðverk:)

hef þetta ekki lengra í bili, en lærum af honum mági mínum og verum góð við náungann!!

p.s. svo eitt að lokum haldiði að oppenheimer sé ekki búinn að skrá okkur í tvíliðaleik í tennismóti hérna í skólanum (ég kann ekki tennis!!!) og er liðsnafnið okkar juice and goose... hjálpi mér drottinn, kann einhver tennis sem getur gert mig að kornikovu á tveimur vikum???

juicy kveður

5 ummæli:

Magga Stina Rokk sagði...

hahahaha bara fyndið!!!
Sé wissler í anda, hann hefði átt að bjóða honum að gista heima hjá Erlu hhahaha
Juice and goose hljóta að fá skemmtanaverðlaunin.. svona eins og þú fékkst á pæjumótinu í denn.. vannst hlaupa í kringum tjörnina keppnina fyrir að vera síðust hahaha
En Kristján frændi ætti að geta kennt ykkur. hann var íslandsmeistari einu sinni!!!

Lafan sagði...

hahahahahahahaha eitt af vandræðalegustu mómentum í lífi mínu!!! já kristján er víst fyrrum íslandsmeistari... haha ég á líka bleikt tennispils með innsaumuðum hjólabuxum í:)

Nafnlaus sagði...

já þið verðið flott saman í þessari keppni og þú reddar þessu einhvern veginn....passaðu þig bara að fá ekki boltann í hausinn því þeir fara víst miklu hraðar en fótboltar !!!

En gott að hann Wissler er svona góðhjartaður :) Sæi Erlu alveg fyrir mér ef hann hefði boðið gaurnum að sofa heima hjá þeim ...hahahhaha

Nafnlaus sagði...

Hæ kíktu á www.123.is/milkshake og skoðaðu myndböndin,,,eitt heitt af þér hahah :)

Lafan sagði...

petra: haha.. já vonandi kemst ég lifandi út úr þessu:) og wissler.. hahaha þvílíkur snillingur

vala: voooooooooooooootttt???