fimmtudagur, mars 30, 2006

fór fram úr klukkan níu í morgun, mætti í tvo tíma og var komin heim klukkan tólf. fékk mér hádegismat og horfði á fótbolta til tvö. þá var förinni heitið á skrifstofu skólans þar sem ég þurfti að redda einhverri pappírsvinnu svo að mér verði ekki hent út úr landi eftir útskrift. kom heim um hálftíma seinna, horfði á tvo fótboltaleiki og hef ekki hreyft mig úr sófanum síðan (hún er að ganga átta hérna). annað eins letilíf hef ég ekki upplifað í háa herrans tíð og núna er aðeins eitt í stöðunni, snúa við blaðinu eða fá fleiri hringi í kringum augun. á ég að fara út að hlaupa eða fara og kaupa mér eitthvað að borða??

jakk maður er ógisslegur!!
en svona til að finna gleðina á ný ætla ég að fara hérna til hliðar, klikka á myndalinkinn og SKOÐA MEXÍKÓ MYNDIRNAR sem ég var að setja inn (vantar samt hinn helminginn)

önnur stór ákvörðun að taka áður en að dagur verður að kveldi, á ég að skella mér út á lífið með strákunum í kvöld eða sitja heima með skottið á milli lappanna og væla í kiwi hvað lífið er erfitt?

hmmmm... læt ykkur vita á morgun hvorn kostinn ég tók
djúsí krúsíbolla kveður

3 ummæli:

Erla Ósk sagði...

Hvad var svo gert i gaer? Mer dettur i hug ad thu hafir skellt ther med strakunum, thvi ekki komstu i heimsokn til min;) hehe

Sjaumst vonandi fljotlega... hvad er annars planid fyrir fostudaginn?

Nafnlaus sagði...

Jæja, sæta. Hvað segiru hvernig gengur með hinar myndirnar ;) hehe. Samt gaman að sjá þessar mexicomyndir.. djöö.. hvað ég öfunda þig að vera í kringum alla þessa stráka. Þeir eru bara SNILLD!!!!
Takk fyrir síðast dúlla.
Knús

Lafan sagði...

erla: já.. ég skellti mér aðeins með þeim.. tap og ógaras... jú nó it:)

bjögga: já ég er svona að vinna í þessu... en er loksins búin að taka upp ú ferðatöskunum, en já ég skal vinna í þeim bara fyrir þig:)