fimmtudagur, apríl 06, 2006

haldiði að hitinn hafi ekki farið upp í 15 stig í dag... og núna klukkan 22:00 er hitinn kominn upp í 16 stig! ég held að ég megi alveg missa mig núna og segja að núna sé sumarið loksins að koma og asskotans fuglarnir farnir að vekja mig klukkan sex á morgnana (heyrist allt í þessu sólhýsi sem ég bý í)

en annars er allt splended að frétta, búin með einn kúrsinn í skólanum og einungis þrír eftir... svo koma ágústa og elín á þriðjudaginn og er sko búið að plana stórskemmtilega dagskrá þeim til heiðurs! stelpur, ekki gleyma skilríkjunum:)

en í gær var hinn vikulegi O.K dagur haldinn hátíðlegur hérna í steitinu og fórum við kiwi í stórmarkaðinn í nágrenninu, keyptum íslenska ýsu (kannski frá vísi, hver veit!) nýtýnd jarðaber, osta og ritz-kex og héldum "sörpræs" pikknikk veislu fyrir gesti og gangandi. eftir mikla fyrirhöfn og mikla eldamennsku lögðum við á borðið, helltum kóki í kampavínsglösin og biðum og biðum eftir gestunum. svo biðum við aðeins meira, en allt kom fyrir ekki, enginn kom í veisluna og við kiwi enduðum með því að borða allan matinn ein og taka myndir af kræsingunum!!!
-hvað má læra af þessari reynslu? bjóða fólki í mat ef mikla vinnu hefur verið varið i hann, því annars kemur enginn!!
hejjjjdo

Engin ummæli: