þriðjudagur, apríl 11, 2006

spilaði minn fyrsta softboll leik á ævinni á laugardaginn (í 15 stiga hita og sól) og er skemmst frá því að segja að ég náði að koma einum í höfn... kann ekki alveg reglurnar en held þær séu ekkert mikið öðruvísi en "prison-reglurnar" sem notaðar voru í beisboll-á-bakvið í denn. slæ ennþá svo fram-á-við og get ennþá ekki gripið fyrir fimmaura!!

en svo eftir það ævintýri var komið að spring-progressive, eða eins og sagt er á móðurmálinu, fótbolta-mörg-partý-í-röð, öðruvísi-drykkir-í-hverju-partýi, þema-tengt, jú nó! en heníveis, þemað í ár var stafurinn A, og þar sem ég er verðandi tennis-stjarna (mótið byrjar eftir tvær vikur eða svo) og ég tala spænsku og var því engin önnur en Anna Kournikova fyrir valinu. Átti fyrir algjöra tilviljun bleikt TENNIS-PILS inní skáp, henti á mig svitaböndum hér og þar, fékk lánaðan spaða og tennisbolta og skundaði um campus æfandi uppgjöfina:)

en á morgun eru ágústa og elín væntanlegar og að venju verður þeim tekið sem höfðingjum frá kana-klaka-búum, kjent veit tú síí júú!!

en þar sem úti gerir um 17 stiga hiti er málið að versla smá öl og skella á grillið, verðum í bandi fellas!

10 ummæli:

Erla Ósk sagði...

Hvernig vaeri ad fara ad henda einhverjum myndum inn a myndasiduna? Nei, eg bara spyr...

;)

Heyrumst i kvold
EOP

Lafan sagði...

hehe.. já það er svo lélegt internetið að það tekur fríkíng forever!!

kannski ég geri það bara heima hjá þér:)

Nafnlaus sagði...

Hef ég sagt þér nýlega að ég sakna þín?;) Vissi samt ekki að það ætti að eta tennisspaðann, man ekki til þess að Anna Kournikova hafi gert það! hehe

Lafan sagði...

haha... iglesias, te extrano tambien... ha á maður ekki að étann?? krapp! sko það hjálpar ef andstæðingurinn truflast!!

bailamooooooos

Nafnlaus sagði...

Halló halló - er frumburðurinn minn ekki hjá þér :) Værir þú til í að biðja hana um að senda mömmu sinni tölvupóst eða skype

Bestu kveðjur til ykkar allra

Lafan sagði...

sælar... jú hún er hérna einhvers staðar að versla:) haha en ég skal koma þessu til skila

nafna

Nafnlaus sagði...

Ólöf Dagný ekkert hafa áhyggjur fyrr en búið er að loka mollinu.. ef hún verður ekki ennþá búin að hafa samband þá mundi ég fara að tékka á henni ;)
Alveg hægt að gleyma sér í mollinu ....ask me !!! híhíhíhí

Nafnlaus sagði...

Já stúlkur ég er orðin verulega smeik um litla barnið sérstaklega af því að hún er með hliðarkort af VISA-nu mínu -hehe og á eftir að fara í Albertville .... Eins gott að barnabæturnar séu greiddar út í næsta mánuði ; )

Lafan sagði...

hahaha.... sá hana ekkert nota það:) klippi á það ef ég sé það!

nei nei, hún var mjöööög stillt í albertville, sko miðað við target:)

Nafnlaus sagði...

já og hún á eftir að fara í Albertville.....Ólöf Dagný, spurðu Erlu hvernig skottið á bílnum hennar var þegar við vinkonurnar komum heim úr Albertville !!! Hún missti hökuna niður í gólf..hahha.
Ég mundi fara og setja hámark á hliðarkortið áður en það brennur yfir ;) híhíhíhí