mánudagur, febrúar 04, 2008

Bolla, Bolla, Bolla...

gleðilegan bolludag! er einmitt á leið til reykjavíkur með bollur handa reykjavíkurbörnum péturs og velti fyrir mér hvaðan bollu, sprengi og öskudagshefð koma. fór á stúfna á netinu góða og varð þessu vísari:

Bolludagur er mánudagur á tímabilinu 2. febrúar og 8. mars, þ.e 7 vikur fyrir páska. Langafasta byrjar á miðvikudegi og algengt var að menn borðuðu ekki kjöt síðustu tvo dagana fyrir lönguföstu til þess að venja sig að léttu mataræði. Í þjóðveldislögum var það meira að segja bannað að borða kjöt þessa síðustu tvo daga fyrir föstuna. Bolluát og flengingar bárust til Íslands seint á 19. öld. Siðurinn að vekja fólk með flengingu er kominn hingað til lands frá Danmörku. Hann á sér líklega kaþólska fyrirmynd í táknrænum hirtingum á öskudag. En vöndurinn minnir líka á stökkul sem notaður var til að dreifa vígðu vatni á söfnuði í föstubyrjun. Flengingar og bolluát bárust til Íslands á 19. öld og virðast danskir og norskir bakarar hafa átt hlut að máli. Bolludagur er hins vegar talið vera íslenskt heiti á deginum. Siðurinn að slá köttinn úr tunnunni en enn í heiðrum hafður sumstaðar, ásamt fjöldagöngum barna í grímubúningum

Sprengidagur er þriðjudagur í 7. viku fyrir páska. (3. febrúar til 6. mars). Á sprengidag var frá kaþólskum sið borðað mikið kjöt enda var þetta síðasta tækifæri að borða kjöt fyrir lönguföstu. Þá var venjan að borða hangikjöt, saltkjöt eða annan undirstöðuríkan mat sem til var á bænum.

Öskudagur hefur lengi verið mikilvægur í katólska kirkjuárinu og nafn hans er dregið af því að þá er sumstaðar ösku dreift yfir höfuð kirkjugesta, og til þess notaður jafnvel sérstakur vöndurSnemma á 20. öld þróaðist öskupokasiðurinn í þá átt að verða nokkurs konar Valentínusarbréf. Ungar stúlkur sendu ungum piltum sem þeim leist vel á poka til að gefa áhuga sinn til kynna. Starfsmenn Vísindavefsins muna eftir úr sínu ungdæmi (sem ekki var fyrir svo löngu síðan!) að enn tíðkaðist að hengja öskupoka á fólk og þá var kynjaskiptingin horfin.

þar hafiði það! og já, ef ykkur hefur dreymt að nafnið ykkar sé breytt þá þýðir það samkvæmt draumur.is að þið eigið ekki eftir að giftast!!!

krapp!!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þetta er sérdeilis merkilegt hjá þér!!

Hvernig virkar fastan svo??

Nafnlaus sagði...

Já þetta er sérdeilis merkilegt hjá þér!!

Hvernig virkar fastan svo??

Nafnlaus sagði...

upps kom 2svar...
svekkjandi að þetta er allt ég hehe ;D

En ætlaði líka bara að þakka kærlega fyrir bollurnar!!
Við töpuðum okkur hérna megin! ;D

Erla Ósk sagði...

Sæl.. vildi bara kvitta fyrir mig og láta þig vita að ég kem heim í viku um páskana - so don´t go anywhere! Alltof langt síðan ég hef séð þig. eóp

Lafan sagði...

haha takk fyrir þetta systur... þarf á ykkur að halda þar sem draumar mínir segja mér að ég deyi alein piparmær hahahaha


eigm við ekki að skella okkur í systrabíó eða leikhús???

Erla Ósk sagði...

jú!!! það verður sko að vera eitt systrakvöld :) Oh, hvað ég hlakka til!