mánudagur, október 02, 2006

hæbb. búin að vera að læra í þrjá tíma streit í dag og höfuðið að springa. hverjum er ekki saman hvað pronoun og adverb þýða?? var að klára unit 2 og 3 af 20... gengur ekkert alltof hratt:)

annars var helgin frekar ánægjuleg, um 20-25 stiga hiti og sól. fórum í fótbolta í dag og ég er ekki frá því að ég hafi brunnið í kinnunum, í október! tók einnig tvennu, enda melamed félagi okkar frá því back in the days when i was in college mættur, en hann býr einhversstaðar í eyðimörkinni í arizóna og kom í heimsókn í sveitina.

svo var ég að fá símtal frá konunni sem ég passa fyrir á mánudögum og kabúmm þarf ekki að mæta á morgun:) ekki slæmt...

en ég hef akkúrat ekkert áhugavert að segja nema þetta myndband sem ég var að setja inn á frænkusíðuna er fyndið.

bara mánuður í fjórfalda deitið okkar pétursbarna. jess.
lifið í lukku en ekki í krukku.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey.. ég fann mynd af ykkur Magga inni á myndasíðunni minni. Ef þú skoðar þar,, sérðu myndir frá ferðinni minni.. :D þar er svona paramynd.. svo á ég líka mynd af ykkur sem er tekin fyrir utan skólann ykkar. en held að hún sé ekki inn á myndasíðunni.. en slóðin af myndasíðunni er this.is/bjorg og ferð svo í myndaalbúm. ;)
Allavega...takk æðislega fyrir spjallið í gær. æðislegt að heyra í þér..
:D

Lafan sagði...

nú... er það:) ég skal kíkja... djöfull skal ég taka sytur mínar og bróðir í para-myndakeppni!!

sömuleiðis æðisleg að heyra í þér.. mis sjú!

Nafnlaus sagði...

svo var ég að skoða og það eru nokkrar sem eru bara í tölvunni... ég sendi þér kannski einhverjar í pósti...
á ég að senda á hotmailið eða eitthvað annað póstfang? :D

Lafan sagði...

hmmm bý ekki svo vel að vera með tvö póstfang:)

hehe...