miðvikudagur, júní 11, 2008

Grullurnar

Síðan ég skildi við ykkur síðast með ofurhetjunum fimmsomm hef ég komist í allt annað költ fyrirbæri, en ég er offisíalí orðin Grindavíkur-fótboltabulla. Eftir rúnt um bæinn uppi á þaki á húsbíl sem hún Gebba mín plataði okkur tvibbana svona skemmtilega út í fyrir FH leikinn (svona hlutir gerast bara í Grindavík) opnuðust fyrir mér nýjar víddir og ég fór að velta þessu stuðningsmanna-fyrirbæri fyrir mér.


Grindavík býr yfir mörgum bullum, stórum sem smáum og sýndi það sig þegar Grullurnar (Grindavíkurbullurnar) klöppuðu sínum mönnum lof í lófa þrátt fyrir 0-3 tap á móti fimleikafélaginu. Eftir slíkt "mótlæti" eins og ég kýs að kalla það hefðu margir stuðningsmenn gefist upp. En það gerðu Grullurnar ekki og mættu enn hávaðasamari í næsta leik. Eins og alþjóð veit þá hafðist sá leikur á hörkunni þrátt fyrir dómaraskandala, en Grullurnar tóku einnig framarana í hrópunum í stúkunni. Fólki var heitt í hamsi og sýnir það bara að fótbolti er hjartans mál í Grindavikinni. Mórallinn í bænum fer algjörlega eftir því hvernig gengur í boltanum ásamt því hvort menn séu eitthvað að fiska :)

Inni á fótbolti.net er svo bréf frá Tryggva Guðmundssyni þar sem hann biður mafíuna um að láta í sér heyra á leikjum hjá fh.

Þarna sjáiði að þótt Gindavík gangi ekki sem skyldi í deildinni (samt alveg nóg eftir, þrjú stig í efstu tvö liðin) þá eru Grullurnar í efsta sæti hvað stuðningsmenn varðar og kalla sína menn jákvætt áfram (en ekki með móðgunartónum sbr. fjölnismenn)

Hvet ég alla til þess að gerast Grulla og efni hér með til nafnasamkeppni á stuðningsmannahópinn okkar (þar sem Grulla minnir einna helst á forfeður Grýlu)

Jæja, farin að bulla enda skristofuóveður með eidæmum.
Allir á völlinn á sunnudaginn, ekki viljum við sjá stúkuna svona:



ÁFRAM GRINDAVÍK!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

:D Snilldar færsla! Er bara geðveikt stolt eitthvað!
En mér líst vel á "Grullur"! Grindavíkurbullur!
Ótrúlegt hvað er skemmtilegt á leikjum þegar við í stúkunni vinnum ALLTAF!

ohh get eiginlega ekki beðið eftir sunnudeginum! :D

Nafnlaus sagði...

oohh sammála Möggu, er þvílikt stolt e-h ad lesa þetta:) vonandi fer Tóti aftir á húsbílnum , Bara gaman:)
Afhverju heitum við ekki bara "BULLURNAR" ;)

Erla Ósk sagði...

Áfram Grindavík! Ég mæti á leiknin í júlí....

Lafan sagði...

haha já, Bullur eða Grullur, skiptir ekki máli, svo lengi sem maður er gulur í gegn :)

tóti veeeerður að mæta á húsbílnum í grillið (er ekki e-ð grill fyrir leikinn?)

og erla já, þú verður sko að koma með treyjuna þína og andlistsmálninguna því þetta er stemmari sem ekki hefur sést áður :) hlakka svoooooooooooo til að fá þig í kotið mitt !!

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHAHAHAHA

ég elska ykkur litlu bullunar mínar get ekki beðið eftir að koma heim að hlægja af ykkur!!!

kossar og knús frá ástralíu

Lafan sagði...

já snúllan mín, hvenær kemuru aftur??????