miðvikudagur, júní 18, 2008

Á Höttunum eftir einum Stinnings-Köldum???

Það er víst komið nafn á bullu klúbbinn góða. Stinnings-Kaldi heitir sá góði hópur og grunar mig að Kaldi sjálfur komi þar að nafnagiftinni :)

Til hamingju með það Grindvíkingar! Lítill fugl hvíslaði því að mér að við yrðum meira að segja kynnt sem sautjándi maður vallarins!!

Nau nau nau. En keppninautar okkar að þessu sinni eru Hattarmenn og ber ég hlýhug til þeirra, því þaðan kemur enginn annar en austfjarðartröllið hann Gummó, en honum og öðrum Hattarmönnum í stúkunni verður enginn miskunn sýnd og býst ég við öllum Stinnings-Kalda mönnum tilbúnum í slaginn í kvöld.

Annars er von á Bobby minni á næstunni (glymrandi hamingja) sem og að íbúðin mín verður tilbúin til innflutninga ;)

Lafan með hvíta málningu á vinstri tánni kveðjur í bili, með sól í hjarta og Kalda á vörum....

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

össsösssösss...
rétt mörðu þetta með einu marki..
en kaldinn hefur væntanlega verið góður..
ég er aftur á móti með kaldan kalla á vörum..
hann rennur ljúflega niður..
mæti sterk inn í grillpartý eftir júlí, við þurfum að huga vel að henni bobby okkar eftir langt og strangt flug..!!
Duggönd vel í því á vík húsa kveður

Nafnlaus sagði...

ohh stelpur MIG LANGAR SVO Í BJÓR!!

Lafan sagði...

já!!! grillpartý fimmsomm einvhertímann þegar allar eru á svæðinu...

og magga össs þú veist ekki hvað þessi græni er góður:)

rétt mörðu þetta gildir jafnmikið og rúst í bikarnum ;)

ólei ólei ólei ólei

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá þig mín kæra:) En þetta var nú aldrei öruggt hjá þínum mönnum;)

p.s. er búinn að raka mig, þannig að þú verður að búast við einhverju nyju næst:D hehehe