sunnudagur, júlí 29, 2012

Leiðin að 10 kílómetrunum

Komið sælir dyggu lesendur Löfunnar.

Eftir bónorð kemur barn, ekki satt? Óskar Fulvio fæddist 15.júní síðastliðinn og heilsast öllum vel. Mamman er kannski ennþá með smá skvabb utan á sér og langar í sælgæti allan liðlangan daginn, en mér er sagt að það sé eðlilegt.

Magga Stína Rokk sem átti sitt annað barn, Kamillu Kristínu, þremur dögum á eftir tvíburasystur sinni líst ekkert á ástand systur sinnar og hefur skráð hana og Gebbu í 10 km hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu. Stúlkan sú var klár að borga brúsann fyrir okkur vinkonurnar og harðneitar að gefa upp reikningsnúmerið sitt svo við getum borgað henni tilbaka og hætt við. Það lítur því allt út fyrir að Lafan verði að taka sig saman í andlitinu, minnka nammiátið -það má alls ekki hætta, verð að halda mjólkinni :) og reyna að koma sér út að hlaupa -en ég get það alls ekki ein. Því hef ég ákveðið að blogga um leiðina að 10 kílómetrunum. Þið fáið að heyra allt um það hvernig gengur í baráttunni við nammið sem og í hlaupunum. Ef að lýsingarnar pirra ykkur þá er stutt í músina og hægt að loka síðunni :)

Fyrsta hlaupið var framkvæmt á fótboltavellinum 27.júlí. Vindhraði var í meðallagi og sólin skein. Markmiðið var að hlaupa í 3 lög án þess að detta niður dauð. Fyrsta lagið var Rihanna með We found love. Lagið tók mig aftur í tímann þegar ég var barnlaus á djamminu. Áður en ég vissi af var lagið búið og Tonight give me everything tonight kom á. Þetta verður ekkert mál hugsaði ég en einhvernveginn náði ekki að detta í djammgírinn aftur. Eymsli í rassinum, eymsli í náranum og sviti. Brjóstin flúgja upp og niður. Verð að fá mér betri íþróttatopp. Lagið búið. Næsta lag Jennifer Lopez og Pitbull. Hringirnir sem ég hleyp syttast óðum og lagið er á enda. Næstu tvö lög eru í móðu en ég klára tuttgu mínútna hlaup án stórvægilegra vandræða.

Annað hlaupið var framkvæmt nokkru áður en þetta er hripað niður. Í þetta sinn var markmiðið að hlaupa 30 mínútur og losna við harðsperrurnar frá fyrra hlaupinu. Því miður er ég ekki með rétta ipotterinn og þarf því að hlusta á lög í símanum mínum sem er samansafn af meðgöngu-jóga lögum og Pöpunum. Annað hvert lag var því hlaupið á sniglahraða og hin á Papa-hraða. Ég passaði mig á því að hlaupa utanbæjar þar sem að ástandið á mér er ekki fólki bjóðandi. Það voru eldri hjón á undan mér á leiðinni og ég náði þeim ekki. Svolítið vonsvikin með það, en vonast til þess að ná í skottið á eldri borgurum í heilsubótargöngu í næsta hlaupi.

Bara búin með eitt Kit Kat í dag og vonast til þess að láta það nægja út daginn. En skúffukökuna frá því í gær verður að klára svo hún skemmist ekki, svo hún telst ekki með.

Ji hvað það er gaman að detta í blogggírinn aftur. Þakka áheyrnina, farin í ísbað.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ánægð með þig, aðalmálið er að klára þetta og vera ánægður með sig....alveg sama hvað öðrum finnst. Sjáumst kannski í öllu mannhafinu ;-)

Kv Erna Lind

Nafnlaus sagði...

Jiii enn mikið skemmtilegt :) ég skal bíða við endalínuna með bjór og blandípoka handa þér þegar þú klárar 10k ;) kv. Águsta S.

Nafnlaus sagði...

hahaha lyst vel á þetta hjá ágústu ;) En þú massar þetta hlaup og ferð létt með það ;)
Kolbrun Ebenezar

Heiða sagði...

Með þessu áframhaldi ferðu sko lètt með þetta. Hef mikla trú á þèr. Risalæk á að bloggið sè lifnað við aftur. :) gangi þèr vel. ;)

Nafnlaus sagði...

hehe snilld u go girl :)
teddz

Nafnlaus sagði...

hahahaha, alltaf gaman að lesa pistlana þína Ólöf.

Þetta verður bara gaman!

kv. Kristín María

Nafnlaus sagði...

Þú ferð létt með þetta, með jákvæðnina að vopni og gömlu djammlögin. Er ekki málið að mixa lögin í símanum svo að þú sért basicly "back on the dancefloor"? ;)
Viss um að þú nærð gamlingjunum þá ;)

Kv. Erla G.