þriðjudagur, nóvember 20, 2007

og thà eru menn raendir...

rètt eftir ad èg yfirgaf ykkur sídast kaeru lesendur thà skundadi èg àhyggjulaus ùt ì lìfid. èg fòr spennt ì raektina, pùladi eins og vitlaus vaeri og hèlt svo heim à leid ad hitta spaenskunemann med meiru. à leidinni hitti èg reyndar fyrir bandbrjàladn hund sem leit alls ekki ùt fyrir ad vera bandbrjàladur. èg sà hann sitja hjà girdingu einni og eins mikill dýravinur og èg er thà thurfti èg endilega ad brosa og gefa honum smá mùssì mùssì loving frà lofunni. ekki vildi betur til en lagsi stokk upp, gelti og beit í peysuna mìna! Sem betur fer var èg vel varin ì eyjapeysinnu 2007 og thurfti thví ekki à saumun ad halda. ì stadinn oskradi èg og hljóp eins og faetur togudi thar til ad hundurinn haetti og fór í burtu (thetta var rottweiler gotuhundur btw) stòrskelkud kom èg heim ì kotid okkar bobby og sagdi henni sólarsoguna med tilheyrandi hlátri af hennar hàlfu.

svo fòr èg og gerdi tilraun til thess ad fara í sturtuna gedveiku àdur en vid hèldum à vit aevintýranna à Crepes og Waffles sem er upphalds veitingastadurinn okkar. Vid kvoddum àstralann à midri leid thangad og skundudum svo nidur brekku nokkra sem vid lobbum alltaf nidur.

Eitthvad finnst okkur skrýtid vid brekku thessa, og bobby finnur á sér ad ekki er allt med felldu. of seint ad snúa vid, allt í einu snýr madur sér ad mèr sem hafdi verid ad tala vid annan mann innì bíl og beinir byssu í síduna à mér. "Vid viljum bara símana, ròlegar, vid viljum bara símana" Èg lìt à Ingibjorgu og thar er thridju madurinn bùinn ad taka hana taki og rìfa af henni veskid. "Ekki oskra, ekki oskra" Segja their og vid làtum thà fà allt sem vid erum med og erum tilbúnar ad taka thvì ad veskjunum hafi verid stolid. Their tosa hins vegar ì okkur og bílstjórinn fer út úr bìlnum og opnar hurdirnar ad aftan. Thegar vid áttum okkur à ad their vilji fá okkur innì bílinn thà segji èg hingad og ekki lengra og oskra à hjàlp frà fòlki og bílum á gotunni. Ekki stoppar sàla og gaurinn med byssuna ì sìdunni à mèr kallar mig ollum illum nofnum og segir mèr ad gròthalda kjafti eda ad hann myndi skjòta mig.

Èg hugsa med mèr ad èg myndi frekar làta skjòta mig heldur en ad fara uppì bílinn med thessum óthverrum og oskra thví ennthá haerra à fólkid í kring. Thà kallar madurinn sem heldur í Ingibjorgu à mig ad hann lemji hana ef èg thegi ekki en èg tòk thad ekki í mál ad their myndu taka okkur uppí bílinn, og svipurinn à Ingibjorgu sagdi mèr allt sem segja thurfti um thad ad hún myndi berjast fram í raudann daudann frekar en ad làta undan. Ennthà haerra oskrudum vid og veifudum hondunum til ad stoppa bílana, og loksins var eins og their gaefust upp, urdu hraeddir, tóku veskin okkar, hoppudu uppí bílinn og brunudu í burtu!

Ekki nàdum vid bílnúmerinu thvì thetta var stolinn nýr númeralaus bíll. Til allrar hamingju vorum vid heilar à hùfi, smà skelkadar en à lìfi! Ingibjorg var adeins óheppnari en èg thvì hún tapadi símanum, myndavélinni, málningardótinu sínu og bádum kortunum sínum. Thví midur eru thví engar myndir til frà sept-nóv... sorry! ég var bara med eitt kort, converse skóna mína og nýja mangó veskid mitt...

en eins og èg sagdi thà erum vid á lífi, hressar og kátar og fórum til Cartagena í Kólumbíu daginn eftir med bros á vor og svooo gladar med thad ad vera heilar á húfi! Svona hlutir geta gerst alls stadar (nema kannski á klakanum), og thetta var doldid okkur ad kenna ad labba tharna ad kvoldi til aleinar... en thad sem fór mest í taugarnar á mér var ad enginn stoppadi eda hjálpadi okkur! í 10 metra fjarlaegd var meira ad segja oryggisvordur ad passa leikvanginn og hann spurdi okkur ekki einu sinni hvort thad vaeri í lagi med okkur eftir ad raeningjarnir fóru!

en svona til ad ròa ykkur heima thà erum vid heilar à hùfi og forum allt í leigubíl eftir ad sólin sest. thad var roooooooosalega gaman í Cartagena og mun naesta blogg vera tileinkad theirri ferd...

thad er svo gaman ad vera til... hakunamatata!

veskjalausu ekvadorarnir

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég ætla rétt að vona að þú munir hvað ég sendi þér í sms formi, þegar þú varst stödd útá keflavíkurflugvelli!!?? . . Í guðana bænum Ólöf Daðey Pétursdóttir!!! . . . . . . . . .

Stundum hræðir þú mig;) heheh . . en gleður á sama tíma:D

Nafnlaus sagði...

úffff!!!!!
MAður er bara með spennuhnút í mallanum eftir lestrinum :)
ást á línuna! og líka til ástralans ;)

Nafnlaus sagði...

Dísus! Þetta er komið gott eþaggi?´
Ekki fara ykkur á voða elskurnar!
Það var ekkert með kortið!! ;D
Þurfti að ljúga heiftarlega.. segjast heita Ólöf,vera í ecuador, hvað ég tók mikið út síðast..
Skuldar mér að hringja og þykjast vera ég einhverntímann!
haha

Nafnlaus sagði...

Þar sem ég sit við tölvuna í gamla Grindarvíkurbolnum mínum sem á stendur hakunamatata þá verður mér skyndilega ljóst að ég skrifa alltaf það sama á síðuna þín þegar ég kommenta: Að þú skulir enn vera á lífi er afrek útaf fyrir sig!

Enn hvað ég er hamingjusöm að það er allt í lagi með þig því heimurinn væri skelfing ef hann væri án löfunnar!

Nafnlaus sagði...

dísus kræst ég fékk bara í magann að lesa þetta ...ég hélt fyrst þegar ég heyrði þetta að þið væruð að hræða okkur eitthvað ....en mikið er ég fegin að þið séuð heilar á húfi og ekki farið í bílinn ...drífið ykkur svo heim :)

Nafnlaus sagði...

ja sæll er þetta ekki komið gott, sammála örnu drífiði ykkur heim!!! sé þetta alveg fyrir mér bara eins í bíómynd þið sláið öll met :) fariði varlega...

Nafnlaus sagði...

shiturinn....heyrðu Ólöf þú ert alveg velkomin á fótboltaæfingu á morgun svo þú hefur afsökun til að koma bara heim á klakann sem svona lagað gerist ekki !!!!