sunnudagur, mars 23, 2008

er kreppan skollin á???

verðbólga, krónan í lágmarki, vextir hækka upp úr öllu valdi, erlend lán farin til fjandans OG BÚIÐ AÐ LOKA FIMMSOMM SÍÐUNNI SÖKUM VANSKILAGJALDA!!!

ekkert nema banaslys, líkamsárásir og DÍNAMÍTFUNDUR Í GRINDAVÍK á miðlum ljósvakans...

spáð var góðu veðri um páskana en grátt í veðri og lafan orðin lasin í fyrsta sinn í tíu ár...

spurning um að finna huggun í málsháttum sem bárust á borð í Efstahraunið...

allar ár liggja til sjávar (margrét túlkaði þennan sem allir enda dauðir hvort sem er)
aumur er áslaus maður (erla var sátt, enda er hún að fara að gifta sig fyrir þá sem ekki vissu)
það er tungunni tamast sem hjartanu er kærast
(hva...hva...hvað er í matinn á...ágústa? heyrðist í pétri fimmaurabrandarakalli)
fátt er rammara en forneskjan (mamma var ekki sammála þessu, enda hugsar hún vel tíl fortíðarinnar)
það þarf sterk bein til að þola góða daga (fékk óskar sem er nýkominn heim úr landsliðsbúðum á egó flippi)
blessun vex með barni hverju (fékk undirrituð og er án efa uppáhalds málshátturinn í ár!!)

praise the lord. halelúja. amen.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahah það er sko ástand á bænum!!
hahha :D

Nafnlaus sagði...

Hey ég fékk "engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur" fynst hann eithvað krípí hvað er ég að fara missa??? er ekki að fíla þennan!
En gleðilega páska elskan og láttu þér batna

Erla Ósk sagði...

Já, það lítur ekki vel út í augnablikinu. En bráðum kemur sumarið með sól á lofti og blóm í haga :)

Láttu þér batna fljótlega elskan mín!!!

Nafnlaus sagði...

"Batnandi manni er bezt að lifa!"
Gæti þetta átt við betri mann en mig;) hehehe

kv. Gummó

Lafan sagði...

magga: já... það er allt að fara til andskotans!!! þó svo að það sé að koma sumar og að við ætlum að fara að grilla í skotinu okkar bráðum ;)

bobby: hahaha það er djöfull í þessum eggjum... ekki nóg með að þau séu fitandi heldur hafa þau niðudrepandi skilaboð!!!

erla: já, maður verður að vera jákvæður og sjá björtu hliðarnar :)

gummó!!! haha það er kannski sannleikur í þesssu öllu saman. var gaman á ballinu ??

Nafnlaus sagði...

já margt til í þessum málsháttum.

Mér finns þesir málshættir Sverris vinar míns Stormskers passa við bloggið þitt í dag :

Sjaldan fellur gengið langt frá krónunni.
Oft er bankalán ólán í láni.


Og þessi hefði átt að vera í mínu eggi:
Betra er að hlaupa í spik en kekki !!! Alltaf að horfa á björtu hliðarnar ;)

Erla Ósk sagði...

Sæl elskan.. takk fyrir spjallið í dag. Gott að heyra að þú ert smám saman að braggast, maður var farin að hafa áhyggjur af þér - stelpan sem verður aldrei veik. Og endilega heyrðu í mér áður en þú ferð til good old MN. Ciao bella