mánudagur, mars 03, 2008

snjór...snow...nieve...quana...xue...lumi...elurra

(snór á alls kyns tungumálum)

kemst víst ekkert annað að hjá manni en að leita að nýjum orðum til að tala um snjóinn, því ansi er maður að verða þreyttur á þessu annars fallega fyrirbæri!

gerði ekki mikið um helgina, kíkti á lautarsystur á föstudaginn og bobby á laugardaginn þar sem ég kúrði með henni og tysoni þór ingibjargarsyni til að verða þrjú á sunnudag!

fjárfesti svo í eitt stykki flugmiða til ameríku á 34 þúsund krónur sem er alveg óumdeilanlega gott verð! nú er bara að hóa í fólkið sitt þar í bæ og sjá hvort maður eigi ekki í einhver hús að vernda!

hef þetta ekki lengra í bili... allir að horfa á David Archuleta í kvöld í ædolinu, svoo mikil dúlla!
með snjó í hjarta
löfus

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þvílík kaup!!
Þetta er nánast bara gefins!!
Spurning að skreppa bara með þér.. er líka orðin pinkuponku þreytt á þessum blessaða snó!

Nafnlaus sagði...

pinkuponku magga ég er hætt að fara út nema í NEYÐ ÞOLI EKKI SNJÓINN aaarrrrrggggggggg er svo komin með mikið nóg af honum!!

En takk fyrir kúrið á laugard ólöf fara gera þetta svona oftar og tyty segir hæ!

Nafnlaus sagði...

og HEY hvar er skírnargjöfinn???

Lafan sagði...

magga mín ég hefði sko sett einn í innkaupakerruna fyrir þig ef þú værir ekki með hana ólöfu í mallakútnum :) kemur bara mð næst... er það ekki bara brúðkaupið??

bobby: hahahhah þú færð gjöf um leið og þú heldur veislu!!! komin með vegabréfsáritunina????

Nafnlaus sagði...

Jább ég er núna laugleidd í ástralíu!! vúhú