föstudagur, ágúst 17, 2012

Að duga eða drepast...

Minna en sólahringur í hlaupið og þið eruð eflaust að velta því fyrir ykkur hvort ég hafi ekki tekið "æfingu fyrir leik"?

Ég stillti upp mínu sterkasta liði og ákvað taktík fyrir leikdag. Skórnir með bleiku reimunum, hlaupabuxurnar, tónlistin, allt var sett upp eins og á leikdegi. Stefan var sett á 7km því það gefur augaleið að ef ég kemst 7 þá get ég tekið síðustu 3 á þrjóskunni. Þornjörninn nálgast í allri sinni dýrð og ég er þess viss um að þetta geti bara ekki klikkað. Þvílíkur þjálfari sem ég er. Ætti að fara að taka þetta að mér. Hlaup eftir barnsburð? Gefins.

Ég mátti vita það sigurvissa boði aldrei gott. 2km og fæturnir þyngjast. 3km og andardráttur á við stórreykingarmann vel yfir kjörþyngd. Er iphoninn að bila eða missa samband við gervihnöttinn út í heimi... ætlar teljarinn aldrei að ná 4km? Svona gekk þetta þar til að ég náði 5km, þá...þá...þá... HÆTTI ÉG! Gat hreinlega ekki meira og labbaði inn í bæinn skömmustuleg. Hræðilegt að búa í svona litlu samfélagi, það sáu mig allir!

Eftir slíka hörmungaræfingu fyrir leik hef ég algerlega skipt um taktík. Hlaupið verður á gönguhraða, plata kannski einhver til þess að hitta mig á miðri leið með reiðhjól þar sem ég get hjólað kílómetrana sem á ég eftir í stelpurnar. Hoppa svo af hjólinu þegar að 1.5km eru eftir og tek endasprett fram úr öllum hlaupurunum sem komust 7km í æfingahlaupinu sínu.

Hvernig sem þetta fer er ég að þessu út af samviskubiti (Magga borgaði skráningargjaldið og harðneitar að fá endurgreitt) og einnig fyrir góðan málstað, en við hlaupum fyrir Líf og allar mæður og börn í heiminum (þetta verður hluti af peppræðunni minni fyrir "leik" á morgun).

Bjórar og bland í poka eru velkomnir á endalínuna og ef einhver nennir að hjóla með slíkan varning á veiðistöng fyrir framan mig allan tímann þá væri það vel þegið.

Hlakka til að sjá ykkur á Menningarnótt, áfram við!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

U can do it girl....

Nafnlaus sagði...

Kv Rakel :)