mánudagur, janúar 29, 2007

það er ekki öll vitleysan eins...

...mælti einhver spakur maður eitt sinn. við Ágústa brunuðum austur eftir vinnu á föstudaginn til þess eins að upplifa alvöru þorrablót á Djúpavogi. Ferðin gekk stórslysalaust fyrir sig, enda undirrituð búin að plata hana upp úr skónum, bauðst til að keyra fyrst og lét hana keyra eftir Kirkjubæjarklaustur (erfiðasti kaflinn). Nú svo þegar kemur að því að beygja á afleggjarann á Djúpavog blasa við okkur göng sem við höfðum aldrei séð áður. Ágústa neglir niður og hringir í pabba sinn, sem segir okkur að í göngin verðum við að fara því annars komumst við ekkert. Jújú, við látum okkur hafa það, þrátt fyrir bensínljós og 100 km eftir. Ágústa var nú eitthvað skeptísk á þetta, hélt að við gætum kannski endað á Egilstöðum ef í þessi göng yrði farið. Ekki enduðum við þar og ekki urðum við bensínlausar, til allrar hamingju.

Mættum beint í ofur matarveislu að serbískum sið og var dúllari nokkur mættur edrú (voddafokk). Það var borðað og drukkið frameftir nóttu og svo rann upp stóri dagurinn, og eftir að stína frænka var búin að fá okkur í að öskra í sjóinn á söndum og sólný var búin að taka fallegar andlitsmyndir af hinni undurfögru Ágústu var svo haldið á blótið sjálft sem var bara upplifelsi eins og alltaf. Eitthvað var hinn sykursæti Sævar tekinn fyrir, fokkin fitt eins og brad pitt. En það sem við Ágústa föttuðum ekki þurftum við að súpa seyðið af, í orðsins fyllstu, Ágústa fann upp á leik að þegar að við föttuðum ekkert þá þurftum við að fá okkur sopa!

Nú á sunudeginum var svo haldið heim á leið og enn og aftur komumst við heilar á húfi heim, enda fyrirmyndar ökukvenfólk á ferð.

Vil bara koma þökkum til Djúpavogsbúa, þá sérstaklega til þeirra á Kambi fyrir frábærar móttökur, er það ekki bara sami staður að ári? hvað segir þú Ágústa hin fagra?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er alltaf til í smá road-trip hehe líka alltaf kostur að corollan verði aldrei bensínlaus :D en annars var ég að frétta af árshátíð á Húsavík næstu helgi ertu game?? hehe

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir skemmtilega helgi! Ég veit að það leit ekki vel út að vera edrú á föstudaginn, en þú verður bara að taka því;) hehe... Ég mæti svo til Húsavíkur, helnett og stutt að fara ;) víhaaaa

Lafan sagði...

ágústa hin fagra: ha, húsavík.. ég hef aldrei farið þangað!!! alltaf geim.. hehe. djöfull ertu stobu maður:)

gummó: já, þú vannst þig upp á laugardaginn... bara dannaður og fínn! hvbenær ætli ég þroskist og geti verið svoleiðis :) húsavík til heilla....

Nafnlaus sagði...

hahaha
það er það eina sem eg get sagt...:D
Vildi að eg hefði verið þarna!!!

Lafan sagði...

já þú hefðir sko þurft að drekka enn meira en við hinar.. doldið langt í fattarann þinn nebbla! hehe smá grínur í mjérur

Nafnlaus sagði...

hey... ég hefði sko alveg verið til í það að vera með ykkur þarna fyrir austan. En það er víst alveg víst að það kemur annað Þorrablót eftir þetta :D