þriðjudagur, janúar 23, 2007

lét platast í vísistíma hjá helga jónasi í gær. jeeeess bara svona stöðvaþjálfun, bara létt, eitthvað annað en geðveikin í spinning. áfram skunda ég ásamt pabba, sem ákvað að fara í ræktina fremur en að horfa á ísland-frakkland, þar sem hann sór fyrir að vera áhrifavaldur tapanna á mótir úkraínu og arsenal (ef hann horfir á leiki þá tapast þeir, punktur og pasta) og hugsa mér gott til glóðarinnar, bara svona nett hreyfing, ekkert ofurpúl og harðsperru kjaftæði. allt kemur fyrir ekki, hjartað amast áfram og lappirnar fylgja ekki höfði, þær eru einfaldlega of þreyttar. vakna svo í morgun eins og ég hadfi orðið fyrir valtara deginum áður og drekk eins lítið vatn og mögulegt er, til þess eins að forðast það að þurfa að setjast á klósettið.

annars komst ég í gegnum daginn og er ekki spurning um að hlaupa þetta af sér í kvöld svo ég geti nú þambað djús á morgun?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælar og velkominn heim!!, vísindaferðinn er næsta föstudag feb. ætlaru ekki að mæta??

kv auður, Frítt áfengi frá 5-7??

Lafan sagði...

ha frítt áfengi? ég mæti! bjalla í þig í dag, hlakka svo til að sjá senjóríturnar mínar!