miðvikudagur, ágúst 24, 2011

Klukkan er hálf eitt og ég geng á milli "herbergja" í íbúðinni svona til þess að láta tímann líða þar til að ég átti að mæta í "vinnuna".

Verkefni dagsins er að aðstoða fyrrverandi heimilislaust fólk vinna í ferilskrám sínum og sækja um vinnur. Fyrir algera tilviljun kíki ég á tölvupóstinn minn og sé að ég hef gert þau mistök (sem ég veit að margir hafa gert) að halda að klukkan 13 sé klukkan þrjú... Ég hendi í töskuna því sem ég held að ég þurfi, gúlpa í mig kvöldmati gærdagsins, finn lyklana og neðanjarðarlestarkortið mitt og hleyp út á lestarstöð. Þegar þangað er komið er klukkan korter í eitt og lestin ókomin. Eitthvað hefur hlaupið farið illa í magann eftir hádegismatinn og ég finn svitann, kuldakastið og almennu óþægindin sem fylgja því þegar að maður veit ekki hvort að hlutirnir ætli upp eða niður. Líkaminn ákveður svo loksins að senda þetta upp og ég finn ruslafötu þar sem ég gubba pent litlu matarbitunum sem ég henti í mig nokkrum mínútum áður. Þegar að þannig liggur á manni vill maður ekki vera að bíða eftir lest í neðanjarðarkerfum New York borgar. Þar sést bregða fyrir rottum, illa lyktandi hornum og fólki í alls kyns ástandi. Þar er enga loftræstingu að finna og því er loftið fremur ógeðfellt og líkaminn heldur áfram að svitna og velta fyrir sér hvernig hann geti komið sér úr þessari klípu.

Loksins, eftir fimm mínútur sem virtust heil eilífð, kom F lestin sem tók mig alla leið á vestur 23. götu þar sem hlaupið hélt áfram í leit að húsi númer 115, en þá var klukkan orðin eina mínútu yfir eitt. Það var fyrst þá sem að líkaminn ákvað að geyma þessa magapínu fram að kvöldmat og leyfði mér að halda áfram. Loksins fann ég bygginguna og hentist upp á fimmtu hæð með þessa líku fallegu svitabletti. Þar var vel tekið á móti mér, en mér til mikillar furðu var enginn frá New York Cares mættur. Mér var þá hent í djúpu laugina þar sem ég var eina mætt og stóð ég vaktina og hjálpaði svona tuttugu manns í einu með hitt og þetta tengt tölvum, tölvupóstföngum, atvinnuleit, ferilskrám og meira að segja persónulegri leit að hinni einu réttu (sem var með brjóst á við rassinn á mér). Að sjálfsögðu var lofkælingin biluð akkúrat í þessu herbergi á þessari hæð og því héldu svitanum engin bönd. Verkefnið átti að standa í tvo tíma en ég var til staðar í fimm tíma þar sem að enginn annar frá New York Cares lét sjá sig. Mér var vel þakkað fyrir og þrátt fyrir allt þá held ég að fólk hafi haft not af mér í gegnum allan svitann og stressið.

Á leiðinni tilbaka í neðanjarðarbyrginu bíðandi eftir lestinni varð ég svo vitni af sambandsslitum. Þar var par með svona átta ára gamalt barn. Karlinn fær sms, konan spyr hver þetta er. Karlinn vill ekki svara, verður asnalegur, konan verður brjáluð. Hún rífur símann af karlinum, les skilaboðin og öskarar svo YOU FUCKING CHEATER, I FUCKING HATE YOU, FUCK YOU og þar fram eftir götunum. Á meðan stendur drengurinn á milli þeirra hálf ringlaður þangað til að konan rífur í hann og þau strunsa lengra inn göngin til þess að vera alveg viss um að vera ekki í sama vagni og karlinn. Karlinn stendur eftir algerlega orðlaus og horfir á fjölskyldu sína hverfa inn í fjöldann -og lítur snöggt á mig sem er örugglega með munninn galopinn og tunguna út. Ég þykist fljótt vera að horfa eitthvað annað, en eitthvað segir mér að hann hafi tekið eftir glápinu í mér.

Þegar ég kom svo heim fannst líkamanum tilvalið að halda þessari kveisu áfram og gubba vatninu sem ég náði að drekka í "vinnunni". Svo kíkti ég á í tölvuna og sá tölvupóst frá New York Cares þess efnis að hætt hafi verið við verkefnið á síðustu stundu, vegna "óviðráðanlegra ástæðna". -Alltaf sama heppnin í manni hugsaði ég!

Núna er klukkan hálfníu um kvöld og tælenski maturinn minn ætti að vera á leiðinni. Til allarar hamingju er lystin komin tilbaka og líkaminn tilbúin að bæta um það sem fór fyrir bí í neðanjarðarbyrginu góða.

Á morgun fer ég vonandi á stefnumót með fallegri píu sem er nýflutt hingað og heitir Hildigunnur :)

Lexía dagsins: hættu að glápa eins og eldgömul sápa!

Lafan over and out

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jiminn eini! Allt að gerast hjá þér!!! Dugleg stelpa að taka upp á því að fara að hjálpa NYC borgurum svona upp á eigin spýtur, og það bókstaflega með gubbuna í hálsinum. Klapp klapp! Dugleg stelpa!!! :)

Knúsið þið Hildigunnur hvor aðra frá mér! Langar ó svo mikið að koma og vera með ykkur!!!

Lilja Hrönn

Nafnlaus sagði...

Duglega frænka mín!
Alltaf gaman að lesa bloggið frá þér og fylgjast með hvað þú ert að bralla.
Knús í hús
Guðrún Erla

Nafnlaus sagði...

Ég sem var svo æst í að lesa hvernig óveðrið hafi farið með ykkur þarna úti í borg óttans, svo er bara ekkert komið inn. Update plz :)
Lilja ( Hrönn )