föstudagur, mars 02, 2007

já... var einhverjum farið að langa í ferðasögu?

sko. þetta byrjaði allt saman þegar ég átti ekki að komast til minnesota vegna "veðurofsa" sem reyndist vera smá snjókoma. komst á leiðarenda, en þá var hætt við partýið vegna fyrrnefnds veðurofsa. arrrg.

svo kom að því að fara til aspen, fluginu okkar frá minneapolis til denver var seinkað, en tilteknum svía tókst að koma okkur í annað flug til denver, sem var á tíma. svo komum við til denver á réttum tíma og náðum fluginu til aspen. jess, allt að ganga upp. magga og jói mætt... en engar fréttir af óskari! jæja, hann hlýtur að redda sér (hann var sko að fljúga til aspen frá salt lake city) svo þegar við vorum að fara að lenda í aspen heyrist í flugstjóranum, æ æ heyrðu það er svo lítið skyggni að við getum ekki lent. við ætlum að snúa við og hætta að fljúga. aaaaaaaaaaarg. ertekkiaðfokkímér??? svo lendum við aftur í denver og fréttum að við fáum ekki töskurnar, þær verða senda í vörubíl til aspen. og reddiði ykkur þangað nú! ha??? engar töskur? hætt við að fljúga? engin endurgreiðsla? krapp. svo þurftum við að slástu um sæti í skutlu sem keyrði okkur til aspen (um 4 tímar) og sjö þúsund kall á kjaft.

en, kannski mér láðist að nefna að þegar þetta alltsaman er að gerast komumst við að því að fluginu hans óskars frá salt lake city var líka aflýst og drengurinn er peningalaus og símalaus. í fleiri tíma er óljóst um afdrif hans og móðir vor í taugaáfalli í aspen. eftir miklar hringingar og bænir til guðs komum við drengnum í flug til denver og segjum honum að koma sér í svona skutlu. við komumst loksins og erum mætt til aspen klukkan 3 um nótt. óskar sefur á flugvellinum. næsti dagur. engin skutla fer en óskar bregður á það ráð að fá sér leigubíl. eftir um klukkutímakeyrslu hættir bílstjórinn við og fer með hann tilbaka. krapp. hvað nú? þegar hér er komið við sögu er erla búin að fórna skíðunum þann daginn og liggur í símanum til að koma prinsinum í skutlu og áleiðis til aspen og að eindurheimta farangurinn okkar, en tvær töskur týndust. enn og aftur, óskar er símalaus. við vitum ekkert. fréttum svo að pöntunin hans í skutluna væri aflýst og drengurinn endanlega týndur. í þeirri stöðu er ekkert annað að gera en að fá sér bjór í pottinum. mikið af honum.

svo er farið í kvöldmat og á leiðinni á veitingastaðinn labbar ungur drengur óvenjunálægt mömmu og andar ofan í hálsmálið hjá henni. neeeeeeeeeeeeeeeeeiii óskar!!!!! heyrist í möggu en pabbi lætur ekki taka sig svona létt og hunsar hana, gengur áfram, eiginlega pirraður. ekki fyndinn djókur hjá hollývúdd möggu. neeeeeeeeeeeeeeiii óskar!! ha segir pabbi! hæææææææææææææ haldiði að hann hafi ekki birst okkur við hlið eins og engill að himnum ofan (samt doldið illa lyktandi engill því hann hafði verið á ferðalagi í 48 tíma með svitalykt sem hóf göngu sína á leifsstöð) hann hafði þá reddað sér pjakkurinn eftir allt saman. endalaus hamingja.

svo var fyrsti alvöru skíðadagurinn í dag og við við öllu búin, enda heillakrákurnar í fríi eins og við. allt gengur að óskum, nema eitt dett hjá mömmu sem var víst eins og það sem kom í sjónvarpinu í denn. svo fór jói eitthvað að sýnast með strákunum og head-butted eitthvað borð og endaði með bakverk og skurð á höku. fundum samt allan farangurinn.

óvíst með þau tvö á morgun en við hin erum í fullu fjöri á leið útí pott með amerískan bjór og skíðamynd á skjávarpanum.

lifið heil, kem með innslag seinna þegar eitthvað fyndið gerist.
ólólólólafan

13 ummæli:

Erla Ósk sagði...

HAHAHAHA!!! Þú ert alltaf svo fyndin! Ég sagði sömu ferðasöguna á blogginu mínu og það er eins áhugavert og skólabók miðað við þetta!

Sjáumst í pottinum!

Nafnlaus sagði...

Þetta er bara allt orðið fyndið- er eiginlega ekki hægt að pirrast í pú!!!
haha

Nafnlaus sagði...

Hahahahahahahhahahahahahaha
get ekkert annað sagt!!
En þið komust þó öll þangað fyrir rest...

Nafnlaus sagði...

Stundum held ég að þú sért bara alveg ótrúlega góður rithöfundur!!! Það getur enginn verið svona óheppinn því ég hélt að ég væri óheppnasta manneskjan í veröldinni.
Þ.e. þangað til ég kynntist þér!!!!!

Nafnlaus sagði...

Sorry gleymdi að kvitta hver ég væri!

Nafnlaus sagði...

Þetta er nottla ekki heilbrigt! Svona fer ekki hjá neinum nema ykkur :)
Skemmtið ykkur á skíðum og í pottinum! Og reynið að komast heil frá þessu ;)
Kveðja Dúnilíus maxímus..

Nafnlaus sagði...

Það er ekkert annað.Þið fjölskyldan virðist alltaf vera jafn heppin. En það er rosalega gott að vita að þetta gekk svona upp á endanum og þið eruð öll komin þarna saman. Njótið þess nú í tætlur að vera þarna saman öll fjölskyldan. Þið eigið það svo skilið.

Lafan sagði...

haha takk takk oll somul.

bowow ef eg get ekkert i kinverskunni tha gerist eg rithofundur undir dulnefninu j-lo.

gekk allt vel i dag nema ad eg for i fylu thvi eg var svo leleg. haha.

Nafnlaus sagði...

Það er yndislegt að lesa um ykkur fjölskylduna. Samála dúnu þetta gerist bara fyrir ykkur..
Hafið þið það gott.
Kveðja úr Grindó

Nafnlaus sagði...

hahaha.....þetta er bara fyndið að lesa....drekka bara meiri bjór ;)

En vonandi komist þið líka öll á leiðarenda....

Skemmtið ykkur vel.

Nafnlaus sagði...

bara ad lata tig vita ad tad var eg sem reddadi mer i denver flugid. turfti ad svit-tolka 2 flugfreyjur til ad fa ad koma med teim inni vel

Lafan sagði...

oj. ekki skrýtið að þær hefðu hleypt þér.

djók! góða ferð heim!

Nafnlaus sagði...

hehe þessar aspen ferðir hjá ykkur eru bara fyndnar... seinast var það magga nú óskar hver verður það næst:) hafiði það gott;)