fimmtudagur, mars 15, 2007

Los Angeles-Hollywood-San Diego-Tijuana Mexíkó-San Diego-Hollywood-Santa Monica-Hollywood-Beverly Hills!!!!

eins og sjá má góðir gestir þá höfum við ferðalangarnir ferðast víða á þeim fáu dögum sem við höfum verið hér. vorum að koma úr "mekka" grísklúbbsins, BEVERLY HILLS og mæ ó mæ hvað allir eru ofur-hot og fullkomnir eitthvað. eitthvað var ég ekki með á nótunum í morgun þegar ég var að klæða mig og skellti mér í það eina sem ég átti eftir sem var hreint, einn sá gelgjulegasti bolurinn í fataskápnum, sem er bolur með mynd af krabba og á stendur I´M CRABBY!!!! já... ég veit. ég leitaði út um allt að fínni bol í búðum Bevely Hills, en tíúþúsundkróna hvítur toppur fittar ekki alveg inní fjárhagsáætlun löfunnar...

annars eru þetta hápunktar ferðarinnar:
-lafan fékk matareitrun í skítugustu borg mexíkó, tijuana (löbbuðum frá bandaríkjunum til mexíkó, í gegnum eitt snúnigshlið og kabúmm komin til mexíkó)
-á meðan á ælunum stóð þá fékk undirrituð klósettsetuna í andlitið og ber ég þess merki ennþá, með merblett á milli augnanna sem minnir einna helst á feita unglingabólu
-magga rænir hjólabretti af dúdda í san diego og týnir næstum því lífinu
-magnús fór yfir um þegar hann sá panda björn í dýragarðinum í san diego og þaðan í frá á hann eitt mottó í lífinu, að eignast eina slíka sem gæludýr
-magnús hleypur um strendur santa monicu þar sem mitch bucannon (david hasselhoff) hljóp svo glatt forðum
-lafan reynir slíkt hið sama en á ekkert í pamelu andersson...
-magga sýnir okkur hútsí mamas í beverly hills og fer með okkur í túr um hverfi ríka fólksins
-við fáum okkur madcdolnalds fyrir utan þar sem óskarsverðlaunin voru afhent (erum enn að skammast okkar fyrir það....)

en eins og er, þá er þetta svona það sem maður má segja, það er allt svo mikið "secret" í hollywood, hehe. núna erum við stödd á hóteli hérna á hollywood boulevard, að fara að fá okkur svona eins og einn bjór og gera okkur sætar

bið að heilsa heim, verð hérna fram á laugardag en þá fer ég að heimsækja hina systur mína... takk fyrir kveðjurnar og já það er sko kúl ass að vera kennari!

p.s. bjögga, ég fann svona óskarstyttu, hvernig viltu fá?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

For reals mama?
Ohh ekki fara frá mér!!
'eg skal sýna þér meira leyndó ef þú ferð ekki!!
kannski West Beverly Highschool!

Nafnlaus sagði...

Hahaha þú ert svo heppin ólöf hef reyndar líka fengið matareitrun en slapp sem betur fer við klósett setuna haha:)
"I´M CRABBY" haha (ég er að hrista hausin og hlæja)
Lærðiru ekkert þegar þér var næstum hent út í NY haha Og maggi er svo mikið krútt haha hefði allveg viljað sjá hann tapa sér yfir pandabirninum og hvað þá taka David hasselhoff bawhahaha
En já til hammó með kennaran já það er kúl að vera kennari...:D
Farðu svo að drulla þér heim á klakan þarf einhvern til að hlægja af og til að hlægja af mér ok ok

Lafan sagði...

magga mama for reals, sko alveg til í það, en fjárhagurinn leyfir það ekki... kannski ef við opnum styrktarreikning... si papí??

ingibjörg: haha já ég veit ég veit, var bar aekki alveg að hugsa þegar ég skellti mér í hann, en skammaðu möggu líka! hún sá mig fara í hann :)

ég fer alveg að koma heim til þess að hlægja MEÐ þér... hehe

Nafnlaus sagði...

:( hnökt hnökt hlakka til að sjá ykkur systur heima í stofu hjá mér

Nafnlaus sagði...

Ja Gebba!! það gæti kannski verið fyrr en þu heldur ;)

mamitas olof Takk fyrir komuna!!!!
Þið Maggnusitó eruð yndi! Oggessslega skemmtileeeeg!!