mánudagur, mars 22, 2004

Það er gott að vera merkilegur... en það er merkilegra að vera góður

Hmmm búin að vera soldið bissý.... En drullaði mér loksins í vinnuna í morgun og gaman að sjá að ég er ekki búin að missa stöðuna mína í fyritækinu sem tók mig rúm níu ár að vinna fyrir, blóðhreinsun. Ég hef heldur engu gleymt, en er kannski svoldill klaufi með hnífinn, en það kemur allt með heita vatninu. Það er líka gaman að segja frá því að Ívar Guðmundsson hefur heldur ekki breytt lagalistanum frá því um sumarið 95 og er ennþá í því að spila sama lagið á tveggja tíma fresti og koma með óþrfa upplýsingar í boði Ruby Tuesday eða eitthvað álíka.

En helgin var skemmtileg eins og gengur og gerist í stórborginni Reykjavík. Föstudagskvöldið fór bara í vídjógláp með öllu tilheyrandi og Möggu siss. Laugardagur: Bjögga beib varð 26, til hamingju með það kjúttípæ. Við fórum út að borða, keilu og á Felix. Bjögga fékk afmælisís, fellu og dans með herra Ísland á Felix, er hægt að biðja um betri afmælisdag???

Sunnudagurinn fór bara í að ná sér eftir trylltan danms á Felix, þó svo að við Valgerður værum ekki sáttar með gang mála tónlistarlega séð...

Hanyways, farin að blóðhreinsa,

Vinnuverkakonan.

Engin ummæli: