þriðjudagur, mars 16, 2004

Supplies!!!

Já þið ykkar sem hafið séð einhvern svipa mér í sjón undanfarið þá er það rétt hjá ykkur, ég er komin til gamla góða Íslands. Ég kom á sunnudasmorgun kl 7 en einhverra hluta vegna þá svaf farið mitt yfir sig og ég þurfti að sníkja mér far heim með góðvinkonu minni og fegurðardrottingu með meiru, Báru Hlín, og færi ég henni mínar bestu þakkir fyrir það. Móðir mín vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún opnaði útidyrahurðina og sá Löfuna í öllu sínu veldi vera að brasa við að koma töskunum úr dúllunni hennar Báru og næstum búna að skemma bassakeiluna afturí.

Eftir mikla endurfundi ákáðum við mæður að fara upp á Þingvelli (með life-size mynd af Erlu aftur í ofcourse) og taka myndir. Það var glampandi sól og engu líkara en þær mæðgur Margrét og Ágústa hefðu aldrei séð hana áður (það er sko alltaf sól hjá okkur í Améríkunni) og þær skælbrostu allan daginn og voru yfir sig hrifnar af veðrinu... hahaha ég held að það fyrirfinnist ekki önnur þjóð í heiminum sem er eins upptekin af blessuðu veðrinu...
Svo í gær þá var ég fengin í að þrífa gömlu íbúðina mína uppi á Gautlandi þar sem hún er til sölu, blessuð sé minning hennar. Í dag var mamma aftur svo yfir sig hrifin af sólskininu að hún plataði mig út að labba vitahringinn, 10 kílómetrar hvorki meira né minna og er ég bara svoldið eftir mig eftir þessa ofurgöngu. Í kvöld er það svo körfuboltaleikur GRINDAVÍk dududu, GRINDAVÍK dududu...

Annars er ég að fara að rifja upp gamla takta í fiskinum á morgun og sýna hvað í mér býr í blóðhreinsuninni og ef ég er heppin, að salta niður!!!

Bíbababalabó, Ólöf

Engin ummæli: