sunnudagur, mars 28, 2004

heili eða tossi?

það er ekki að spyrja að því, ég er ennþá að fá hverja tíuna á fætur annarri. Hvað er að verða um mig? Kannski ég breyti bara tískunni sem var í the good old days þegar það var töff að rétt ná en glatað að fá hærra en 8. Ég skal sko segja ykkur að þetta hefur sko breyst, það er töff að fá 10 ur og læra ekki neitt.

Annað issue, vegna skamma og kvartana frá Völu megabeib og Möggu Stínu Rokk þá biðst ég velvirðingar á því að hafa frestað tökum á nýjum stórsmelli, The Pálson´s company (Valgerður átti heiðurinn að titlinum), fram að óákveðnum tíma. Þið vitið hvernig þetta er í bíómyndabransanum, þetta er eilíft strögl og því var ákveðið að fresta myndinni um óákveðinn tíma. Valgerður aðaleikkona er líka svo andskoti kröfuhörð á laun og annað að það var hreinlega ekki hægt að gera þetta á þeim tíma sem áætlað var. Með því að fresta tökum er líka hægt að reyna að fá meiri úrval leikara, svo sem Bjöggu beib og ef við dettum í lukkupottinn ömmu Möggu, og þannig auka gæði myndarinnar til muna. Eruði sáttar við það?

Svo var ég á æfingu kl 10 í morgun og ég var ekki upp á mitt besta eftir dansiballið í gær. En við naglarnir látum það ekki stöðva okkur og ég fór létt með tveggja tíma púlæfinguna, hopp, sipp, sprettir og armbeygjur (bannað að gera á hnjánum!)

En svona áður en ég drep ykkur alveg úr leiðindum þá ætla ég að kalla þetta gott í bili og fara að snú mér að heimaverkefnum og ritgerðarsmíðum.

fmhnakkarogpartýkrakkar, ég bið að heilsa.

Engin ummæli: