þriðjudagur, mars 23, 2004

Red Red Wine

Já það er aldrei lognmolla í kringum fiskvinnslufólk, í morgun var ég dregin á asnaeyrunum úr vinnunni í húðhreinsun hjá frú Margréti snyrtifræðingi með meiru. Hún kreysti og kramdi á mér andlitið í góðan klukkutíma áður en hún skilaði mér aftur í vinnuna. Þar tók við nýtt hlutverk, að vera á færibandinu að passa að saltfiskurinn færi í réttan flokk, draumastaða letingjans. Þar sem ég verð seint talin letingji var ég ekki sátt við þessa stöðu og var færð í að gella, eða eins og Grímur verkstjóri segir alltaf, gellur kunna sko að gella. Do you want french fries with that :)

En ég komst líka að öðru í dag, það er allt upp pantað í flug á mánudag, þriðjudag, miðvikudag, just name it, ekki sjéns að fá far út fyrir páska þannig að ég verð að sætta mig við það að fara út aftur á fimmtudaginn... Bömmer.

En annars er bar allt fínt að frétta, ég er dottin í myndognammiuppákvöld pakkann enn á ný og maður hreinlega spyr sig hvort að maður vaxi einhverntímann upp úr þessu???

Jæja farin að skrúbba klósett og skúra gólf. Leiter

Engin ummæli: