föstudagur, mars 12, 2004

Ólí the gólí

Mikið kannast ég við mig hérna... Er í miðbæ Minneaoplis og er 190 prósent viss um að ég hafi verið hérna áður. Nei, alveg rétt, ég er stödd á sama stað og The Mighty Ducks var tekin upp! Það rennur upp fyrir mér ljós, hvað hef ég verið að gera í fótbolta, fimleikum og fegurðasamkeppnum allt mitt líf??? Ég hef loksins fundið íþrótt mér við hæfi, hokkí. Ég hleyp um og sendi pökkinn í netið, næsta skref er að læra á skauta (þó svo að ég hafi nú verið efnileg á sínum tíma á Efstahrauninu) Svo fer ég að horfa á hokkí en þeir segja að þannig læri maður mest, watch and observe. Ég er bara doldið góð, þó ég segji sjálf frá... Skemmtilegast við hokkí er að maður má ýta og svona án þess að fá dæmda á sig aukaspyrnu eða eins og í hinni íþróttinni sem ég kem ekki nálægt, körfu þar sem maður getur fengið villu fyrir að opna á sér munninn. Í gærkvöldi fékk ég mér bjór, pizzu og horfði á Minnesota Wild gera jafntefli við Nebraska. Horfði svo á einn harðjaxlinn afsaka sig fyrir að hafa hálsbrotið mótherja sinn, nakk hvað þetta er mikil harðjaxlaíþrótt!

En annars er allt gott að frétta, bara einn dagur eftir og svo er spring brake! Við systur verðum bara rólegar heima eftir mjög eftirminnilega viku og þökkum við Margréti innilega fyrir að vera svona skemmtileg;)

Jæja, er farin að eyða dýrmætum tíma mínum (sem ég gæti verið að eyða í að spila hokkí ef ég hefði komist í liðið) í að spila fótboltaleik... Það er víst ekki á allt kosið í þessu lífi

Lafan

Engin ummæli: