mánudagur, febrúar 12, 2007

Helgin búin og enginn þorði að hringja í mig nema Bjöggan til að plata mig í bíó...

...og hvað gerði maður þá annað en að hringja sjálfur í stelpurnar, í þessu tilviki Gebbu og "fá hana til þess að plata sig" :) ég veit ekki hvert Ingibjörg ætlaði þegar ég sagði henni frá þessu uppátæki okkar Gebbu, en við ösnuðumst í partý hjá unghjónaklúbb Grindavíkur!!!

ég skemmti mér samt stórvel og dansaði fram á rauða nótt (en sko hjá giftu fólki þá er klukkan tvö rauða-nótt) kíkti svo á pöbbann en fékk svo ómótstæðilegt far heim að ég gat ekki sagt nei...

eyddi svo sunnudeginum í heimsóknir og bíóferð og bara takk fyrir mig allesammen!

er það svo bara konukvöld næstu helgi eða á maður að vera skynsamur og pakka frumskógarfötum?

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég myndi segja konukvöld....:)

Lafan sagði...

já! þarf ekki meira til að plata mig, ef valgerður mætir þá er ég geim :)

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ sætilíngur :)

Hvað er uppi? What´s up...

Alltaf jafn fyndin :)

Varð að skilja eftir skilaboð því ég sá komment frá þér á síðunni hennar Elínar Heiðar :)

Bið að heilsa systrum þínum :)

En hvar ertu annars stödd í veröldinni?

Kveðja
Eva Björk
Fyrrum, aðeins, smá Grindvíkingur... ;)

Nafnlaus sagði...

Hey.. Já.. það er gaman að þessu. Rosa góð mynd í gær maður.. takk sömuleiðis. Skemmtilegt kvöld. Og ertu að grínast með hálkuna fyrir utan bíóið.. Við vorum heppnar að renna ekki á rassgatið eins og við erum svo þekktar fyrir ;) hehe..
Konukvöld segiru. Það hljómar rosalega vel. En já.. ég þarf eiginlega að láta það ráðast hvort ég kem eða ekki, þó það sé alveg drullufreistandi ;) Alltof langt síðan ég hef farið á djammið í grindavíkinni.
eigðu yndislegan dag stelpa. :D Þú ert æði..

Nafnlaus sagði...

Já og hver veit nema ég verði jafn skemmtileg (mér fannst það allavegana) og ég var á fimmtudeginum í eyjum,,,ég og ágústa erum nefninlega farnar að láta okkur dreyma um mjög svo bragðgóða drykki :)

Lafan sagði...

blessuð eva!!! ég er sko á landinu þangað til 23 febrúar, þá fer ég í smá ferðalag, m.a. til ekvador, væntanleg aftur í kringum maí :) en systur mínar eru sko báðar í útlöndum... magga í hollywood og erla í minnesota... vonandi rekst ég á þig bráðum aftur... með fulla körfu af bjór!

bjögga: já við vorum stálheppnar.. ef þú verður svona heppin aftur þá kemstu ekki á konukvöld hehehe if you know what i mean....

valgerður... ég er sko meira en til í að sletta úr klaufunum með þér þar sem ég missti af þér á fimmtudeginum í eyjum!!!!! og með gústu fögru... víhúíhíha!

Nafnlaus sagði...

ég er líka þokkalega til að sletta úr klaufunum, þótt að það sé nú ekkert nýtt hehe:) verð að bæta upp fyrir síðustu helgi, ætla aldrei að djamma í kef aftur!!

Lafan sagði...

hehe nei! enda ertu líka orðin grindvíkingur... er það ekki bara málið að skella sér saman á konukvöld??? það kom auglýsing í dag... kostar 2500 kaupa miða í kvöld!

Nafnlaus sagði...

æji get ekki ákveðið það í dag, eggert þarf að tala við tomma því það er árshátíð í vinnunni hans...bömmer

Lafan sagði...

já.. ég keypti reyndar ekki heldur miða... en það stendur til að fara:)

þú kemur ef þú kemst... annars kemuru bara í yoga booty ballet með okkur á laugardaginn!