mánudagur, apríl 30, 2007

hver gleymir moskitospreyi i frumskoginum??
...sama manneskjan og gleymdi takkaskonum fyrir paejumotid, tjaldi i utileguna og flugmidanum i ferdalagid!

a milli thess sem eg klora oll min milljon moskitobit tha aetla eg ad hripa nidur dagbokarbrot ur ferdinni godu til Banos sem nefnist "Extreme jungle tour". En vid Meghan skradum okkur i slika ferd i thrja daga sem samanstendur af rafting, hjola-mennsku og ganga um okunnar slodir i frumskoginum.

24/04/2007 -Tha er thessi dagur ad kveldi kominn, byrjudum a thvi ad hjola 20 kilometra nidur brattar fjallshlidir asamt brjaludum ekvadorskum okumonnum. Stoppudum a einum stad og skodudum litinn bae hinum megin vid ana a odru fjalli. Skelltum okkur yfir i farartaeki a la lokalinn, vir og bur hangandi nidur ur honum, einn madur sitthvoru megin vid ana ad draga okkur i land. Mamma hefdi daid. Vid komuna fekk Meghan apa i hausinn, hann hoppad beint a hausinn a henni og eg er ekki fra thvi ad hann hafi togad adeins i harid a henni adur en hann hvarf inn i skoginn. Eg do ur hlatri! Eftir nokkur hlaturskost var eg svo tilbuin ad halda afram og loksins vorum vid komnar a stadinn thar sem rafting-daemid byrjadi. Thar var okur sagt ad fara i bikiniid og troda okkur i blaut-buningana (sem eru gerdir fyrir ekvadora sem eru einn og fimmtiu) thad er skemmst fra thvi ad segja ad eg reif minn. Mikid af vatni i anni og mikid af oldum, batnum hvolfdi naestum einu sinni og eg fekk Meghan beint a andlitid a mer adur en vid duttum badar i ana og thad thurfti tvo kayaka til ad bjarga okkur! Eftir thad aevintyri keyrdum vid svo tvo tima inn i frumskoginn og komum okkur fyrir i strjakofunum og svo ganga i um tvo tima a medal moskitofluganna sem voru himinlifandi ad fa mig i heimsokn. Nuna erum vid ad bida eftir ad leidsogumadurinn okkar hann Klide, fyrrverandi hermadur og boxari, faeddur og uppalinn i frumskoginum, eldi eitthvad gott handa okkur. Eg heyri hljodin i poddunum, rigningunni, fuglunum og thrumunum i bland og a bagt med ad trua thvi hve aedislegt lifid getur verid.... eda allt thar til ad kakkalakka-ofetid skridur upp legginn a mer med tilheyrandi oskrum i okkur badum sem gerir thad ad verkum ad Klide snarbregdur og kemur hlaupandi ad okkur og spyr hvad oskopunum hafi komid fyrir. Med skommustulegu brosi segjum vid honum ad thetta hafi bara verid kakkalakki... no pasa nada!! Held svo afram ad hripa nidur i dagbokina godu, med kertid goda mer vid hlid en vill ekki betur til en thad ad eg kveiki i moskitonetinu minu og tharf ad skipta um rum !! Haett i bili...

25/04/2007 -Eldsnemma um morguninn var mer mal ad pissa, ekkert rafmang og varla neitt klosett. Bregd a thad rad ad pissa bara uti thar sem eg veit ad eru engar kongulaer, eda ad eg helt. Kem tilbaka hvit i framan oll utotud i konguloavef og thori varla ad hreyfa legg ne lid. Enntha mal ad pissa. Harka af mer thar til ad solin laetur sja sig og hleyp ad pissa eins og belja a sumrin. Leidsogumadurinn godi var ad utbua morgunmat og ser mig, frekar vandraedalegt en allt betra en ad fa konguloavef framan i sig og velta fyrir ser hvad hafi nu ordid um kongulona... Eftir morgunmat er okkur svo sagt ad fara i rennblautu stigvelin og fotin fra thvi deginum adur thvi i dag munum vid verda enn skitguari thvi stefnan er sett a okunnugar slodir i leit ad fossi sem nefninst La Cascada Escondida, eda hinn faldi foss. Hinn fraekni Klide fer fyrir hopnum (eg og Meghan bara tvaer) med svedju a undan ser og sker nidur tre svo ad aumingja utlendingarnir fai nu ekki alls konar poddur framan i sig og thurfi nu ekki ad omaka sig of mikid. Rigingin laetur ekki a ser standa og vid gongum i drullusvadi, lykillinn er ad fara hratt yfir svo ad madur sekkur ekki og festist. Thad eru vist oskradar reglur i frumskoginum a medal hopa sem fara thar um ad sa fyrsti til ad detta tharf ad borga bjorinn thad kvoldid og audvitad var eg thess vafasama heidurs adnjotandi. Eftir nokkurra stunda gongu finn eg eitthvad hreyfast i stigvelinu og bregd a thad rad ad rannsaka thad betur. Ju ju passar, tharna var blessud konguloin sem eg gerdi heimilislausa og hleypti eg henni ut i natturuna og bad hana ad koma aldrei i heimsokn til okkar aftur! Svo var komid ad stad thar sem Klide hjo nidur plontu og utbjo thetta fina halsmen handa okkur ur plontunni. Hann sagdi okkur svo, med svedjuna a lofti ad herna faerum vid ur fotunum, bara a bikiniinu og stigvelunum... ha? ju ju madur neitar nu ekki brjaludum indjana med svedju og med ottablik i augum foru fotin til hidar og eftir stodu tvaer "gringas" i badfotunum og stigvelunum. Tha tok vid ganga i um klukkutima upp a og svo komum vid ad stad thar sem vid thurftum ad synda nokkra metra til ad komast ad fossinum. Eins asnalegar og vid litum ut, tha var thetta allt thess virdi, thvi vaaaaa thvilikur foss, inn i midjum frumskoginum og hellar her og thar ... eg var komin i Jane girinn fordum... munidi... hehe. Gangan tilbaka gekk eins og i sogu, ekkert dett a neina kanta og allt i orden. Svo loksins sagdi Klide ad vid maettum fara i fotin. Jeeeeesss. Var ekki lengi ad klaeda mig i drullugallann, en thegar eg steig af arbakkanum missti eg einhvernveginn jafnvaegid og kabumm la kylliflot i anni i ollum fotunum!!! Kold og blaut komum vid svo ad strjakofanum goda og bordudum eitthvad sem eg vill ekki vita hvad er... krokudill eda eitthvad alika! Svo forum vid i heimsokn til Quichua fjolskyldu sem fyrir 10 arum var ekki i sambandi vid umheiminn. Thar keypti eg eyrnalokka handa vinkonum og fiskiskal handa pabba. Madur verdur nu ad strykja svona merkilegt folk!!

26/04/2007 -Klide leidsogumadur er thunnur i dag. Hann keypti einhvern othverra af indjanafjolskyldunni, baud okkur med ser en eg neitadi pent, einhverskonar blanda af brennivini a la ekvador... nei takk!! Hann fekk einhvern annan gedsjukling med ser i drykkjuna, ekki veit eg nu hvadan hann kom thvi ad vid erum uti i rassgati i midjum frumskoginum! Eftir um klukkutima seinkun vegna astands indjanans forum vid svo i sma Kano-ferd um ana. Tveir hundar (enn og aftur veit eg ekkert hvadan their komu!) komu med okkur og einn theirra var vatnshraeddur og panikadi og henti ser uti straumharda ana.. hvad vard um hann er ovitad. Svo komum vid ad stad thar sem vid gengum upp nokkur hundrud metra og fengum frabaert utsyni yfir allan skoginn. Thar hitti eg fyrir annan indjana sem taladi goda spaensku og hann sagdi mer sogur af islendingum sem hann hefur hitt um aevina og hann lysti theim sem hverri fyllibyttu a eftir annarri... tja hann hefur greinilega ekki hitt engilinn mig ;) Loksins var komid ad thvi ad kvedja frumskoginn i bili og koma ser i menninguna i Banos. High five Klide!

Eyddum svo helginni her i Quito med strakunum minum fra Ekvador og akvadum ad eyda einni viku i vidbot herna...! Einn theirra atti afmaeli i gaer og fekk eg "haus-dyfingar-thorf" minni uppfyllt thegar eg trod hausnum a honum ofan i kokuna af ollu afli ad aumigja strakurinn fekk naestum blodnasir! perdon...

Thad er fri herna a morgun og er ferdinni heitid i einhvern hjolatur um eldfjollin herna i kring... kem med frekari aevintyrasogur seinna, saludos a Oskar, fyrsta islendinginn sem eg hitti fyrir herna a midju heimsins...!

chao locos

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Ólöf það er alltaf jafn gaman að lesa bloggin þín,,,,maður fyllist bara að ævintýraþrá haha :) Ég er upp´í sumarbústað að læra :/ gaman en ég er með þér í anda! Skemmtu þér áfram svona vel það sem eftir er ferðarinnar.... Saknaði þín á Sálarballinu

Lafan sagði...

ohhhhhhhhhhhhhh vala matt... bommer ad hafa misst af thessu balli, en eg skellti mer a ekvadorskt salarball a lau og thad var enginn ad reyna ad pota i stebba uppa svidi!

hlakka til ad sja ykkur skvises thegar madur fer loksins heim... buin ad lengja um eina viku tihi!

stay black siss

Nafnlaus sagði...

haha Ólöf þú ert bara fyndin!

Nafnlaus sagði...

Ó.D.P. ! . . mér leið bara eins og ég væri að horfa á þriggja tíma nýja Indiana jones mynd við lesturinn!! Veit ekki hvort ég þori að tala við þig þegar þú kemur heim, þú ert náttúrulega bara einhversstaðar í r.a.s.s.g.a.t.i. og kemur mér þvílíkt á óvart með reglulegum bloggfærslum, þar sem það á einfaldega ekki að vera internetsamband:D...
Er annars sjálfur staddur í blíðu á Egs, 20 stiga hiti eða svo, fór í fótbolta í fyrsta sinn í 3 ár eða svo í dag, tognaði eftir 20 mín og sit því heima og vorkenni sjálfum mér, með bjór, og bíð eftir að kjötið marinerist, sem á að fara á grillið á eftir and by the way, þá er það ekki krókudíll heldur alíslenskt lamb;) hehe . . knús ástin:)

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta...
Þú ert náttúrulega bara ótrúleg. Æðislega gaman að lesa þessa ævintýrasögu þína. :D
Þú ert frábær penni.Þú verður að skrifa bók svona á seinni árum.
Ævisaga Löfunnar.. Á ferð um heiminn. :D
Miss u girl. Hlakka til að sjá þig

Lafan sagði...

magga: takk fyrir samtalid i dag... alltaf gaman ad fa sma pepp :)

gummo: jiiiii minn eini, er bara fylgst med manni alla leid fra egilsstodum???? ma eg panta grillveislu thegar eg kem ad heimsaekja thig???? eg lofa ad koma med godar sogur af hrakfallabalknum... thu ert ogo skemmto!

bjogga: takk takk.. heimta grillveislu hja ther lika loca. fraenkuparty thar naest?

Kristín María Birgisdóttir sagði...

jahérna! rosalega gaman að lesa færslurnar þínar úr óbyggðunum. ÉG held ég fari að safna í heimsreisu....læt hugann reika á sama tíma og ég sit í þungu lofti á þjóðarbókhlöðunni og reyni að klára BA rigerðina.......Farðu vel með þig!

Kv,
Kristín María

Nafnlaus sagði...


Það er alveg ótrúlega gaman að lesa bloggið hjá þér...ótrúlega spennandi, manni langar bara að fara að ferðast þegar maður les þetta.
Hafðu það gott og farðu varlega
knús
Beta frænka