fimmtudagur, janúar 22, 2004

Bara tveir dagar:(

Jæja á er öll geðveikin yfirstaðin eins og ég leyfi mér að kalla það... Já Kalli megababb kom sá og sigraði og fór á kostum í gardínunum. Ég þarf varla að taka það fram að ég var á keppninni sjálfri (gellan í RÖNDÓTTA bolnum) og þakka ég Guðmundi nokkrum Ásgeirssyni kærlega fyrir miðann sem að honum áskotnaðist korterí keppni. Við létum ekki segja okkur það tvisvar heldur brunuðum í bæinn í rigningu slyddu og él. Þar hitti ég Valgerði pöpparottu með meiru sem var komin með sæti við hliðina á Öllu og ég bað hana að redda okkur tveimur sætum við hliðina á pabba Kalla og viti menn Vala Gústadóttir lét ekki sitt eftir liggja heldur reddaði okkur sætum á besta stað í húsinu og vill undirritaður færa henni kæra þökk fyrir það. Eftir idolið var hann heldur betur farinn að hvessa og við sáum okkur ekki fært að fara á Kollunni hans Gumma (þó svo að hún hafi farið Kaldadalinn um hávetur og hefði sennilega komist í Mekkað) og við pleyjuðum þetta bara seif og fengum far með jeppa, enda heilt ball í festi i húfi. Þar var dansað, drukkið og troðið sér fremst til að sjást í sjónvarpinu og svona fram á nótt, gerist ekki betra;)

Þessi vika hefur svo farið í barnapössun og tilraunir til að versla sér smá íslenskan tískufatnað svona áður en maður fer aftur á vit ævintýranna í Steitið... Svo hefur maður verið duglegur að hvíla lúin bein og taka kríur :) Ég er ekki alveg að nenna í skólann á mánudaginn.... French, Spanish, Bilingualism og Sociology.... ekki beint spennandi önn.... En ég fæ allavegana Superbowl beint í æð (þó svo að ég skilji ekki enn reglurnar)

Jæja best að fara að ráfa um verslanir Reykjavíkurborgar... Smell yas leiter, Idol fanatic

Engin ummæli: