fimmtudagur, janúar 29, 2004

Minneapolis: gola, skyggni gott, frost 26 stig

Já þið lásuð rétt það er 26 stiga frost hérna í Ameríkunni og þetta er bara byrjunin! Það á víst að frjósa enn meira fram á laugardag en svo fara að hlýna aðeins. Það er ekki farandi út úr húsi án þess að dulbúa sig sem bankaræninginn í Landsbankanum og fara í allar peysur, kápur, boli og buxur sem maður á. Ég þarf nebbla að labba í alla tímana, maður býr ekki svo vel að eiga bíl, u know...

En annars eins og ég sagði þá er ég búin að breyta stundatöflunni minni aðeins, ég er semsagt í:

Frönsku (frekar léttur FS legur áfangi þar sem að prófin eru pís of keik)
Spænsku (Oral expression of the Hispanic World, bara svona spjall tími og nokkrir fyrirlestrar)
Drugs in Socity (Sálfræðikúrs um eiturlyf og forvarnir, sem ég er að taka PASS-FAIL:)
Independent Art project (ein ritgerð alla önnina um íslenskan arkitekt!!!!)

That´s it! Aldrei í skólanum á þriðjudögum og fimmtudögum og mán-mið-föst byrja ég kl 9:40, svo 2:20 og síðast tíminn 3:30. Ég er reyndar ekki búin að fá neina vinnu uppí íþróttahúsi en ég er að spá í að taka að mér einhverja skrifstofu vinnu, rústa aðeins fleiri tölvum og svona:)

En jæja þetta var svona drepleiðinleg lýsing á mínu daglega lífi hérna í Kanalandinu þó svo að það eigi sennilega eftir að raskast aðeins sökum óeðlilegs frosts sem virðist engan endi ætla að taka. En núna verð ég að fara að dúa mig upp og leggja upp í ferð sem gæti verið mín síðasta ef að kári vinur minn sé kominn, það er nebbla komið að því að fara að hreyfa sig...

Jæja ég er þotin, uppdúuð og fín, smell yas later, Ólöf Kuldaboli

Engin ummæli: