mánudagur, janúar 26, 2004

Rabbanúí in ðe krímhás....

Jæja þá er maður lentur á skrýtnasta stað veraldar, Ameríkunni þar sem oversized everything fjölgar sér líkt og húsflugurnar á sumrin... En það var sko ekkert ekkert mál fyrir Jón Pál að komast hingað... Jisús, eins og alltaf þá tekst mér að gera sögu úr klósettferð... Við Erla fengum megasæti í flugvélinni, 3 sæti á mann thank you very much. Þarna lágum við eins og skötur eftir erfiði föstudagskvöldsins (Gautland, góður félagsskapur, Felix, Glaumbar og pulla fyrir svefninn). Ég lá þarna eins og áður segir í mínum mestu makindum þegar við lentum næstum því með nefið á Grænlandsjökli! Þvílíkur og annar eins hristingur! Svo missti flugvélin hæð og hvaðeina ég var bara farin að hugsa hvern af samferðamönnum mínum ég þyrfti að borða þegar ég yrði strandarglópur á miðjum Grænlandsjökli! Þessi air turbulance stóð yfir í svona hálftíma og það var ekki bara ég sem var komin með kxxinn í buxurnar.... En svo lentum við nú heilar á höldnu á flugvellinum í Minneapolis en þá tók við fingrarfara aðgerðir og myndatökur. Mér leið eins og einhverjum versta glæpamanni, tekið fingraför af hægri og vinstri vísifingur (æi ég held að hann heiti það, þessi við hliðiná þumalputta) En ég flaug í gegn og sagði sko ekki frá því að ég vissi hver braut Mamma Mía skiltið (minn eini glæpur á lífsleiðinni). Svo fórum við til Erlu og Kiwi, elduðum og fengum allt fótboltaliðið, blakliðið og bara allt þotuliðið í Macalester í heimsókn. Þar tók einhver asni upp á því að spila Quarters (leikurinn hans Nicks Snickers muniði) og það er ekki frásögufærandi nema að ég drullaði á bitann, sökkaði feitt, gat ekki blautann, just really STUNK! Og var vinsamlegast beðin um að fara að tala við stelpurnar um stráka og aldrei láta sjá mig við borð þar sem verið er að spila quarters....

Í morgun var ég svo rifin upp á asnaeyrunum kl 14:00 og fór í Best Buy að redda kanainnstungum fyrir nýju MEGA tölvuna mína, já ég er sko komin með labba eins og hin nördin, þó svo að tölvukunnátta mín eigi alls ekki skilið svona flotta tölvu, en hey batnandi mönnum er bezt að lifa:)

Núna er stefnan sett á bíó í dollar theater að sjá School of Rock. Gef ykkur updeit seinna, megi gæfan fylgja ykkur og munið umfram allt að tapa aldrei gleðinni!!!!

Peace out, J-Lo in da fokkin steit

Engin ummæli: