miðvikudagur, janúar 14, 2004

Tja... Þetta er maður að heyra...

Já Grindvíkingar ætla sko að skrifa blað í sögu Idol stjörnuleitarinnar og hafa úrslitakvöldið eftirminnilegt... Festi, Geimfararnir (með stóóóru géi) og Chanel two í beinni!! Maður fer ekki fram á meira.... Það er eins gott að Karl Bjarni sigri því að þá fær hann móttökur sem ekki hafa sést síðan að Dan Kreps var og hét. Það er að ég held saumaklúburinn frægi sem á heiðurinn að þessu öllu saman og fá þeir eitt klapp fyrir það. Eggert, U my man...

En annars er ekkert að frétta af mér, bara að leika mér í mömmó og svona. Eftir það fer dagurinn í það að leita mér að dressi, maður getur ekki verið þekktur fyrir annað en að mæta í sínu fínasta pússi uppí Festi, maður er nú ekki tískufórnarlamb fyrir ekki neitt.

En jæja, rúmið er farið að vera djellöss. Peace out. J-Lo

Engin ummæli: