þriðjudagur, janúar 27, 2004

Láttu ljós þitt skína.... Fegurð yst sem innst

Já, maður er varla búinn að vera í kanalandinu lengur en tvo daga þegar væmnin hefur náð tökum á manni. Nema hvað... ég er búin að vera svona að rína í þessa bók sem að mamma og pabbi gáfu mér í jólagjöf eftir frekar langan janúarmánuð (say no more) og þetta er bara hin besta sjálfshjálparbók! Núna þegar að maður sér ekki Dr. Phil á hverju kvöldi verður maður að útvega sér ráð einhversstaðar annars staðar... Hér koma nokkur sýnishorn úr bókinni Láttu ljós þitt skína, fegurð yst sem innst eftir Victoriu Moran:

Hættu að hafa holdafarið á heilanum- Einbeittu þér að því að njóta lífsins í stað þess að bíða þess að vigtin gefi þér grænt ljós (Stelpur, ef þetta meikar ekki sens þá veit ég ekki hvað...)

Þróaðu þinn eigin stíl- Þú þarft ekki alltaf að vera há, grönn, myndast vel og vera útskrifuð úr hönnunarskóla til að skapa þinn eigin stíl. Þú hefur hann nú þegar og þú getur haldið áfram að þróa hann (hey, er ég þá semsagt bara að koma með nýtt fashion statement þegar ég mæti í Kringluna í joggings buxunum og Grindavíkurtreyjunni minni??? hehe)

Varðveittu og verndaðu!- Verndaðu tilfinningar þínar fyrir neikvæðum áhrifum, hugsaðu eins vel um heilsu þína eins og þú mögulega getur og gættu að öryggi þínu (Já hætta að huxa, ohhhh ég er svo feit og "neits ég get þetta ekki, það á enginn eftir að fíla það" og svona, you know how it goes:)

og svona að lokum uppáhaldskaflinn minn:

Gerðu eitthvað spennandi eins oft og þú getur- Ef þú reynir í sífellu að gera eitthvað spennandi muntu skilja eftir þig gleðispor (ég meina HALLÓ, hver vill ekki skilja eftir sig gleðispor? Hver er ekki til í að vera að gera eitthvað spennandi, allaveganan fyrir mína parta er það alveg nauðsynlegt og allir sem þekkja mig geta tekið undir þetta:)

Sæla virkar bæði andlega og líkamlega, hún eykur fegurð þína og auðgar líf þitt. Með þessum fleygu orðum kveð ég að sinni og þið sem duttuð inní þennan fátæka pistil þá er ég ekki að stuðla að neinum ritstuldi (maður veit aldrei hvað fólki dettur í hug) heldur er ég að benda á nokkra kafla úr uppáhaldsbókinni minni þessa dagana, all rights recerved eða eitthvað sjóleiðis:) Með þökk og kærleika til allra (hahahaha djöfull er gaman að vera svona ruglaður) Jæja farin inná bað að gubba,

Ólöf Megabeib D.P.

Engin ummæli: