mánudagur, maí 17, 2004

Brady-Bunch

Já, þá er hún Erla loksins útskrifuð með glæsibrag og við, meðlimirnir í Brady Bönts erum ekki búin að gera annað en að fara í hinar og þessar veislur til heðiurs yfirburða námsmönnum. Borða, heim, skipta um dress, borða, fara í kokteilkjólinn og borða og drekka...

En annars var bara gaman að verða vitni að amerískri útskrif frá háskóla, svo ekki sé talað um minn þátt í henni, en ég var fánaberi íslenska fánans.. Hahaha. Það voru margir með hnút í maganum þegar ég labbaði með öðrum fánaberum (um 39 fánar) á eftir sekkjapípunum og voru vissir um að ég myndi detta á pinnahælunum, en allt kom fyrir ekki og ég komst bara ágætlega frá þessu:)

Svo var förinni heitið á fínasta veitingastað sem ég hef stigið fæti á, valley-parking, eða svona gaurar sem taka og leggja bílunum fyrir mann, opnað fyrir mann allar hurðir og komið fram við okkur eins og kóngafólk. Ég var soldið stressuð um okkur fjölskylduna, þar sem við höfum aldrei talist pen, en ég held að það að við vorum útlensk og töluðum skrýtið mál hafi reddað okkur, og nottla hvað við vorum sætar;)

Svo er bara verslun, matarboð hér og þar og skoðunarferðir framundan. Veðrið hefur ekkert verið neitt sérstakt, en það á víst að lagast á næstu dögum... jess þá kemst ég aftur í sólbaðið mitt kæra.

Jæja, wish to hang but gotta go, er farin á pöbbarölt niðrí bæ með gömlu,

ertu hræddur við PABBA ÞINN???

Engin ummæli: