mánudagur, maí 10, 2004

HVIRFILBYLA-óLÖF

Já enn er Lafan að lenda í ævintýrum og í dag var það ekkert smáræði. Ég sat sallaróleg úti í 30 stiga hita og sól, þegar Erla ákveður að hringja í foreldra okkar heima. Við tölum saman í dágóða stund en kveðjum svo og segjum "Hlökkum til að sjá ykkur á miðvikudaginn", nei nei, þá var eins og himinn og jörð hafi farist og veturinn var kominn í öllu sínu veldi. Það varð allt hljótt og furðuleg ský mynduðust á himninum sem ýttu vindinum áfram löturhægt... Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og mér fannst ég vera komin í Twister myndina. Þá fóru að koma haglél og þá vissi ég að allt væri ekki með felldu. Vindurinn var ofursterkur en mjög hægur. Þá sé ég þessar líku þrumur og eldingar og halgél á stærð við mandarínur og rigningu sem gæti léttilega drekkt mér. Jæja huxa ég með mér, það er kannski ekki sniðugt að vera úti og horfa á öll þessi ósköp, þó svo að mig langaði rosalega að hvirfilbylurinn tæki mig og skutlaði mér til Kosta Ríku, en ég held að það virki ekki þannig. Eftir dagdrauma úti í dyrum þá heyri ég sírenur og viðvörunarbjöllur fara á gang og átta mig á því að það sé Tornato viðvörun í gangi og kem mér fyrir undir borði (eins og góður maður sagði mér að gera...) Eftir dálitla stund átta ég mig á því að hvirfilbylurinn kom aldrei, demmit, en það var ekki óhætt að fara út vegna eldinga og vindhviða sem gætu hæglega bundið enda á mitt annars litlausa líf. Núna hefur Kári yfirgefið pleisið en þrumur og eldingar dynja á mér í þessum töluðum orðum og ég er komin undan borðinu,

jæja farin að fagna endalokum ritgerðar, kveð í bili.

Engin ummæli: