sunnudagur, desember 07, 2003

11 dagar í Das Ice Queen!!!!!!!!!!!

Jæja gott fólk, ég var að komast að því að ég er bara í tveimur lokaprófum, stjörnufræði og frönsku!!! Ég er alls ekkert viss um að ég nái stjörnufræðinni, enginn sagði mér að ég myndi vera að læra um Newtons first, second and sthird law and shit like that. Ég hélt heitt og innilega að ég myndi vera að horfa á stjörnurnar og himinngeiminn allan tímann en ekki vera í einhverri eðlisfræði, common man FUNK THAT. Ég er kaninn og krossbit yfir þessu, fyrst þetta með danstímann og svo þetta, ég læt þetta sko ekki koma fyrir aftur.

En það sem á daga mína hefur drifið undanfarið er bara skil á endalausum verkefnum og nokkur partý hér og þar. Á föstudaginn fékk ég mjög skemmtilega upphringinu frá Beverly Hills klíkunni (já hún er ennþá til og já við erum búnar að fyrirgefa Ástu kennara (sem Gummi gaf undir fótinn muniði) fyrir að kalla okkur klíku í sjöunda bekk). Þær stöllur Margrét og Gerður Björg voru að skemmta sér á Players á Sálinni og ákváðu að hringja í Löfu sína í Kanalandinu. Váaaaaaaaaa hvað ég var búin að gleyma hvað þær eru fyndnar. Þær skildu líka eftir skilaboð á símsvaranum mínum og ég er að spá í að taka það upp á spólu og gefa þeim í jólagjöf, bara schnilld.

En must go, verð að fara að gera spænskufyrirlesturinn um alnæmi, þarf að tala blaðalaust á spænsku í hálftíma... En ég er komin með skothelt plan. Ég ætla að e-maila krökkunum í bekknum nokkrum spurningum sem ég verð búin að undirbúa svörin við þannig að ég lít út fyrir að vera mjög vel undirbúin:)

hasta luego, Ólöf das prison rules Daðey

Engin ummæli: