þriðjudagur, desember 23, 2003

Á Ísalandi er gott að vera...
Já ég er fænalí komin á jörðina eftir að hafa verið M.I.A næstum alla helgina (M.I.A=Missing in action). Ég var bara ekki viss hvað sneri upp né niður í þessum heimi, ég var svo rugluð á tímamismuninum og svo verður maður svo sentímental í Ameríkunni, hahahaha. Þið kannist við þetta kanarassgöt sem eigið BESTAN vin og BESTAN bróðir í öllum heiminum. Ég átti líka BESTU systir og BESTU vinkonu um helgina, hahaha.

En á föstudaginn þá horfði ég á mína fyrstu Idol stjörnuleit og ég skil pabba minn sko alveg að hafa beisiklí skellt á mig um daginn, þetta er rooooosalega skemmtilegt... Hvaða rugl, Kalli í neðstu þremur!!! WTF?? Hann nær sér upp úr þessu kallinn, stingur upp í Bubba næst með einhverju stuðlagi, dónt jú þínk?

Laugardagurinn fór svo í að koma sér niður á fyrrnefnda jörð og átta sig á því að það er sko töluð íslenska á klakanum og maður gerir ekki þvott og tekur ekki sturtu og hengir ekki á einhvern í símanum...

Um kvöldið var frænkupartý.. say no more.... Enduðum á Felix og tjúttuðum þar til við fengum blöðrur eftir pæjuskóna og svitabletti í glennubolina....

Sunnudagur: RECOVERY. Fyrsta stig: að fá sér twister tilboð á Kentucky. Annað stig: Sturta og Man Utd sigurleikur. Þriðja stig: J.T og klukkutímablundur. Good to go. Keila um kvöldið, hitti ekki eina einustu keilu allan leikinn (bókstaflega) og endaði svo með þremur fellum, er þetta eðlilegt???

Í dag: Stússast fyrir jólin og endaði á gömlum slóðum.....

Á morgun: Famílí tradission, skata, meiri skata, kaupa síðustu jólagjafirnar á Laugaveginum....

jæja farin í rúmið, ef ég verð löt að blogga á næstunni eða get það hreinlega ekki fyrir spiki og öðrum óþægindum þá óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla!!!!!!!!!

Engin ummæli: