föstudagur, desember 19, 2003

Dude, where is my car????

Já, ég veit, núna þegar maður er kominn heim þá verður héðan í frá allt að vera á okkar ástkæru íslansku, en ég má til að segja ykkur frá því hvernig ég/við komumst á leiðarenda.

Sko... Þetta byrjaði allt í morgun/gær/gærmorgun (fimmtudagsmorgun hjá okkur) þegar Lafan ákveður að henda ofaní tösku og taka svo daginn bara rólega í faðmi vina og vandamanna (áttum ekki að fara fyrr en kl 5) Ég pakka og svona, allt í gúúdý og fer svo að slæpast með fyrrnefndum vinum og vandamönnum. Þá ákveð ég að heyra í ofyrskipulögðu systur míinni sem var búin að pakka og raða eftir stafrófsröð (eða það hélt ég). Hún ekki heima, goddamn. Ég hringi og hringi en engin Erla. Þá fer ég bara að slæpast meira og átta mig á því að ég þarf undirskrift frá einhverri konu upp í skóla svo ég geti komið aftur inn í landið, jæææææts. Ég dríf í því og mátti varla vera seinni því að konan var að yfirgefa pleisið. Fjúkket, jæja náði samt. Þá loksins heyri ég í Erlu, sem var ekki búin að pakka, þrír tímar í flug og búin að læsa sig úti. Enginn með aukalykla nema vinkona hennar niðri í Minneapolis... Nú voru góð ráð dýr og Erla nýtir sér sjarmann, bankar í næsta hús og fær gaurana next door til að skutla sér alla leið niðrí miðbæ Minneapolis. Tveir tímar i flug og Erla nær að komast inní húsið og pakka, redda fari fyrir mig og staðfesta sitt far (já ég veit ég var ekkert að stressa mig á einhverju fari smari). Jæja, loksins tími til að chilla og fá sér Miller High Life fyrir flugið. Ég næ að drösla töskunni minni yfir snjó og gadda og við eigum skemmtilega stund með vinunum svona rétt áður en lagt var í hann. Svo þegar við ætluðum að fara, þá var bíll vinar míns sem ætlaði að skutla okkur horfinn með farangurinn okkar! Holí Smókes! Við leituðum og leituðum og vorum á barmi þess að hringja í lögregluna og tilkynna stuldur. Þá loksins hringir strákurinn sem á bílinn með vini mínum í hann og spyr hvern andsk... þessar töskur séu að gera þarna! Þarna seinkaði okkur um einhvern hálftíma því að gæinn var kominn langleiðina uppí Mallið og þurfti að snúa við á nóinu. Kl 5:40 og við ekki lögð af stað upp á flugvöll. Þegar hann loksins kemur þá var kl 10 mín í 6, flug kl 7. Á miðri leið upp á flugvöll fæ ég nett hjartaáfall, SÍMINN MINN!!!!! Sjit ég steingleymdi honum uppi á herbergi... Þá var ekkert að gera, nema snúa við og bruna aftur upp í skóla og ná í þennan presjös síma. Við komum svo upp á flugvöll svona um 6.15 og check-inn fólkið að pakka saman, nei nei ekki alveg, en við vorum allra allra síðust að chekka okkur inn. Allar töskurnar fara í gegn og sonna, nema nottla Erlu, gellan sem var að chekka hana inn var á túr eða eitthvað. Erla sá fyrir sér að þurfa að borga himinháa yfirvigt og her feis dropped ræt ðer. Þá ákváðum við að taka helling af dóti úr töskunni og halda á einhverju drasli. Juuup það virkaði og við komumst á hliðið korteri fyrir brottför. En til allra hamingju var seinkun á vélinni því að það hafði kviknað í bíl á flugbrautinni og aftur Miller Time! Eftir nokkra svoleiðis gátum við loksins komið okkur inn í vél og haldið heim á leið.

Og núna er ég komin hjemme og tilbúin að mála bæinn rauðann, ég biðst forláts ef að þessi saga meikar ekkert sens, ég veit varla hvort það sé dagur, nótt eða kannski morgunn

Ólöf Jet-laged P.

Engin ummæli: