fimmtudagur, desember 04, 2003

Male pregnancy...

Jæja, segiði svo að ég sé ekkert að læra hérna í kanalandinu. Ég var að koma úr heimspektímanum mínum, Critical Thinking og umræðuefni dagsins var ekkert annað en hvort að menn geti eignast börn. Samkvæmt þeim heimildum sem við fengum, þá er það líkamlega mögulegt fyrir menn að verða ófríska. Ég spyr mig nú bara hvert er þessi heimur að stefna (þetta helv... spurningamerki aftur....) Það er reyndar alveg óreynt og stórhættulegt fyrir þá að gera það, en það er möguleiki. Ein ástæðan fyrir því að við erum að læra um þetta er að kennarinn minn er femínisti í húð og hár og berst fyrir réttindum kvenna til að vera jöfn karlmönnum og fá jafnmikil atvinnufríðindi og þurfa ekki að vera heima með barnið. Ég spyr nú bara eru það ekki okkar fríðindi að ganga með börn, að fæða þau og fá það í hendurnar eftir erfiðustu mínútur lífa þíns (spurningamerki) Er þetta ekki það sem við höfum yfir karlmenn ef svo má segja... Ég bara spyr. Stundum held ég ad femínistar séu bara með minnimáttarkennd, af hverju til að byja með erum við konur svona illa staddar (spurningamerki) Ég veit að við fáum minna borgað og ég held að allir karlmenn séu tilbúnir til að gera sitt til að breyta því og það er mismunur hver fær vinnu og þess háttar, en af hverju erum sumar konur i óttlegri vörn yfir öllu (spurningamerki, spurningamerki, spurningamerki) Hvað er að fegurðarsamkeppnum, er það ekki eitthvad sem við konur höfum yfir karla (ef svo má segja) hvað við erum fallegar, allar til hópa (svona til að friða einhverja femínista sem kunna að droppa við) Ég bara skil ekki þessa varnartaktík femínista. Er ekki jafnrétti það sem við erum að leita að, jafnrétti er ekki að segja að ef að stjórnvöld í Ástralíu fara ekki að gera eitthvað í mengun á svæðum innfæddra, þá munu konur og börn hljóta skaða af, hold up, hold up, hold up, hvað með mennina, af því að menn eru í ríkisstjórninni þýðir það þá að þeir séu vísvitandi að menga fyrir konum og börnum.

Vúff ég bara varð að koma þessu að, ég bara þoli ekki þegar konur segjast vera að berjast fyrir réttindum kvenna þegar að þær eru í raun að troða á annarra, þetta er ekki janfrétti. Punktur og pasta. Núna er löngu kominn tími á mig, þetta meikar kannski ekkert sense en ég náði samt að babbla þessu út úr mér á ensku í dag og feisaði alla femínistana í bekknum. Takk fyrir túkall, æm át off heir. L8er Ólof

Engin ummæli: