föstudagur, desember 12, 2003

Arrrrrrrrrrrggggg

Enn einu sinni var ég búin ad blogga heilann helling og týndi því svo... Bömmer. En ég var búin að skrifa heilann helling um kuldabolann hérna. Í morgun þegar ég fór í tíma mætti mér hvorki meira né minna en 23 stiga frost!!!! Ég var alls ekki undirbúin í svona rosalegan kulda og var bara í flíspeysu með hanska og enga húfu. Ég sá mér ekki fært annað en að snúa við, klæða mig í næstum öll fötin sem ég fann í skápnum og koma aðeins of seint í tíma. Hafiði einhverntímann upplifað svona mikinn kulda? Þetta er náttúrulega ekkert eðlilegt. Næsta sem ég hef komist í kulda er þegar við famílian fórum í skíðaferð til Svíþjóðar og einn daginn var 20 stiga frost. Þá þurfti miðstöðin í bílnum náttúrulega ekki að virka aftur í og ég fékk mína verstu hálsbólgu ever....

Annars kláraði ég munnlega frönskuprófið mitt í morgun með stæl. Ég fékk efnið: rauveruleikasjónvarp, og náði að segja alveg helling um það, talaði linnulaust i hálftíma, drullaði aðeins yfir Temptation Island þó að ég missi ekki af þætti, það var bara léttara að segja að þoli þá ekki og fékk meira að segja extra credit fyrir að nota ne...pas ne...que ne...rien ne...jamais rétt:)

Svo var uppskeruhátíðin okkar í fótboltanum haldin á einhverjum veitingastað í dag, en það er ekkert eins og heima á fótboltaballinu, það var bara matur og sagt hverjir fengu M.VP og svoleiðis. Erla siss fékk team award, til hamingju Erla!

En núna verð ég að fara að klæða mig í snjógallann og setja á mig mannbroddana og koma mér inn í herbergi og fara að lesa fyrir stjörnufræði. Úff ekki öfundsverð staða... leggja á sig 5 mínútna göngu í 23 stiga frosti og snjó til þess að leggjast upp í rúm alein og yfirgefnin að lesa stjörnufræðibók sem ég skil ekki bofs í....
vill einhver skipta við mig í viku?

Engin ummæli: