mánudagur, febrúar 16, 2004

Along came Polly-I faught the law the right way

Var í bíó á Along came Polly með Jennifer Aniston og Ben Stiller, alveg hreint mögnuð sunnudagsmynd með rómantísku ívafi... verst að hafa ekki einhvern til að koma heim til og knúsa eftir svona sæta mynd:)

Jisús, var ég í alvöru að segja þetta??? Djö hefur kanavæmnin náð tökum á manni, sérstaklega eftir þennan merkilega atburð, Valentínusardaginn!

Allavegana þá var gærdagurinn bara fínn og ég varð ekkert einmanna að hafa ekkert deit:) Við Erla og nokkrir félagar gerðum bara gott úr makaleysinu, elduðum Fondú, sem er btw alveg magnað að gera í góðra vina hópi með gott rauðvín sér við hlið, og svo kíktum við á alvöru dansiball með stelpum sem kunna sko að shake their asses og enduðum í lokapartýinu í American Pie. Rosalegt að verða vitni að þessu. En ég skemmti mér þrælvel og við náðum (ok, ég náði) að brenna smá borðið heima hjá Erlu svona rétt til minningar um Fondú-kvöldið okkar...

Núna er komið að heimanáminu og ég er búin að gera allt annað en að læra, búin að endurraða sokkaskúffuna mína, raða í bókahilluna eftir stafrófsröð og flokka bolina eftir litaröð. Spurning um að drulla sér að fara að gera eitthvað sem ég þarf virkilega að gera...

Bið að heilsa heim, Ólöf das Fondú mæster.

Engin ummæli: