þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Beinhimnubólga, tíur, Magga Stína Rokk og hundrað og fimmtíu dollurum ríkari!!

Já maður kallar ekki allt ömmu sína hérna í Ameríkunni...

Eins og þið vitið þá er ég búin að vera að þræla og púla í líkamsrkæktinni, takandi spretti og gerandi æfingar í sundlauginni eins og mér sé borgað fyrir það. Maður er svona að komast í ásættanlegt form miðað við aðstæður og akkúrat þegar ég er farin að geta spilað fótbolta eins og manneskja þá fæ ég þessa líka rosalegu beinhimnubólgu og kæli 24/7 og hita þess á milli. Ég veit ekki alveg hvernær ég næ mér á strik aftur en ég stefni á að vera orðin góð eftir tvær vikur þegar ég fer að spila á einhverju innanhússmóti.

.
Það verður magnað reunion hjá okkur Pétursdætrum 26 feb (btw)

Svo er það skólinn, fékk út úr tveimur 25% prófum í dag og ég brilleraði líka svona rosalega, fékk A í frönsku og 96/100 í Drugs and Society. Ekki það að ykkur sé ekki nokk sama, en það sætir víst tíðindum hérna á bænum þegar ég, Ólöf Daðey Pétursdóttir, fæ háar einkunnir, i´m only the town idiot...

En það er ekki nóg með það að mér gangi vel í skólanum, heldur er ég í einhverju uppáhaldi hjá Guði núna, ég fékk senda mjög dularfulla ávísun frá Macalester College, um að ég hafi unnið eitthvað í íþróttahúsinu í janúar og þeir borguðu mér 150 dollara fyrir það... Eins og þið vitið þá fór ég ekki frá Íslandi fyrr en 26 janúar og gat ómögulega unnið neitt fyrr en í febrúar... Ætti ég að segja bara fokk it og taka peninginn eða vera heiðvirtur borgari og benda þeim á mistökin? Ég held ég taki seinni kostinn, nema að þið, ágætir lesendur sannfærið mig um annað... en ætli þessi slembilukka sé lognið á undan storminum? Því að ég er “ein af þeim” sem trúir því að alltaf eftir eitthvað gott kemur eitthvað slæmt og alltaf þegar allt gengur manni í óhag, kemur eitthvað gott á daginn. En ég sé svo sem ekki neitt sem ætti að vera slæmt framundan, Margrét er væntanleg innan 10 daga og svo er spring brake (eða vorfrí á okkar ástkæru íslensku) að nálgast þar sem útlit er fyrir að keyra annað hvort til Kanada eða New York.

Farin að stara á ávísunina, hlusta á kántrý og hugsa hvað ég gæti keypt marga bjóra, nei ég meina kjóla fyrir 150 dollara...

Bestu kveðjur heim, she so lucky, she´s a star...

Engin ummæli: