miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Bahama Mama

Ég verð víst að viðurkenna að ég hef verið latari en Lalli ljósastaur í Latabæ að blogga en þannig er mál með vexti að elsku besta tölvan mín er ennþá í fýlu út í mig fyrir að dowloada Matrix. Ég meina hvers á maður að gjalda? Ég biðst innilega forláts, ég næ í Legally Blonde næst og hætti að reyna að vera eitthvað röff.

En um daginn þá var stærsta kvöldið í músíkbransanum í Kanalandinu og það er skemmst frá því að segja að hitt ædolið mitt, Beyoncé fór alveg á kostum og hirti allt sem hún gat hirt, endaði meira að segja með því að grípa hvíta dúfu og gerði allt vitlaust. J.T. var líka flottur á því og gerði bara grín af atburðum síðustu viku, kenndi eins og áður galla í búningum hennar Janet um... rææææææt. Svo var aðalatriði kvöldsins atriðið með Outcast, djöfull var það flott.

Annars er ekki mikið um að vera, enginn skóli í dag eins og venjulega og dagurinn fór í það að leita að ódýrum flugfargjöldum til Bahamas fyrir spring breik. Við fundum eitt fyrir eitthvað um 300 dollara (sem er ekki neitt) og erum alvarlega að spá í að skella okkur í viku til Bahamas.... ekki leiðinlegt.

En núna verð ég að fara að einbeita mér að náminu, þarf að skila tveimur ritgerðum á morgun og eins og þið sjáið þá er ég alveg galtóm...

Bið að heilsa heim, Lafan

Engin ummæli: