laugardagur, febrúar 07, 2004

No I did not have sexual intercorse with this woman

Jæja long time no see... Það hefur ýmislegt á mína daga drifið frá því að ég settist við tölvuna síðast þar á meðal að næla mér í eitt stykki vírus á nýju fínu tölvuna mína. Ég hef ekki hugmynd hvernig ég náði mér í þennan vírus en hey ég er Ólöf og þá er allt hægt. Talandi um hrakafallabálka, ég var að labba í tíma í gær og er að labba upp stigann þegar ég dett líka svona skemmtilega á bossann og endaði með marbletti út um allt. Kemur kannski ekki á óvart en ég er bara farin að velta því fyrir mér hvort þetta sé virkilega hlutskipti mitt í lífinu, að vera klaufi, brussa og einstaklega óheppin? Ég á eftir að vera mjög heppin í næsta lífi, það er alveg á hreinu.

Svo er ekki talað um annað en Janet Jackson og J.T. á Superbowl. Hún baðst formlega afsökunar á þessu í sjónvarpinu og segist vera alveg miður sín og kennir galla í búningnum um. Hmmmm I might be blonde but... af hverju í ósköpunum var hún þá með þessa stjörnu á brjóstinu? Ný tíska? Mér fannst þetta bara flott atriði og særði ekki blygðunarkennd mína, en kannski er ég bara siðferðislega blind eftir allt þetta Popptíví gláp þar sem önnur hver listakona syngur í bikiníi og reynir að vera sexy. Ég skil kannski kanann að því leyti að það voru krakkar að horfa á þetta en það verður bara að viðurkennast að svona er bransinn í dag og sættum okkur við það að kynlíf selur! Það breytir því enginn nema neytandinn sjálfur og eins og staðan er í dag þá er það þetta sem við viljum og kaupum!

En áður en ég geri mig að algjöru fífli talandi um hluti sem ég hef ekki hugmynd um þá er best að snúa sér að helginni. Helgin hjá mér byrjar alltaf á fimmtudögum þar sem ég læt sko mitt ekki eftir liggja í félagslífinu og er gengin í fimmtudagsklúbbinn en það er hópur fólks sem hefur ekki mikið að læra heima og gerir alltaf eitthvað á fimmtudögum:) Síðast þá fórum við á klúbb sem nefnist Plums og þar fann ég mig sko á heimavelli, þessi staður er alveg eins og Felix og fallegasta fólkið í Minneapolis fer þangað... Loksins fallegt amerískt fólk, I was about to give up all hope... hehe En það var bara skemmtilegt, lokar reyndar klukkan tvö sem er allt í lagi því að ég byrja í skólanum kl 9:40 á föstudögum.

Í gær var svo smá teiti heima hjá mér, og svo kíkt í önnur teiti á campus, sama og venjulega... Í kvöld ætlum við systur í bíó og kannski í heimsókn til vina og vandamanna;) alltaf brjálað að gera í félagslífinu...

En núna verð ég að fara að snúa mér að heimanáminu, bestu kveðjur heim í brjálaða veðrið, Ólöf Daðey

Engin ummæli: