miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Kanavæmni eins og hún gerist bezt...

Jæja þá er kominn þriðjudagur og dagurinn í dag var wery nice, enginn skóli og svaf til 2! Svona verða allir þriðjudagar og fimmtudagar hjá mér, sofa fram yfir hádegi, vinna aðeins og fara svo að hreyfa mig. Kvöldin fara þá bara í að læra (ef það er yfir höfuð eitthvað að læra) og svo bara chill og take it easy.

En nóg um það, eflaust hefur titill þessa bloggs vakið forvitni ykkar, en þannig er mál með vexti að ég skellti mér á körfubaltaleik í gær. Það er ekki frásögufærandi nema að einn strákurinn í liðinu fékk viðurkenningu í hálfleik fyrir að setja stigamet fyrir Macalester. Eins og þið getið rétt ímyndað ykkur þá var öll fjölskyldan hans, allt niður í þremenninga og mágkonur hans mætt á leikinn. Allir stóðu upp í hálfleik og klöppuðu þegar var verið að heiðra hann (þið vitið svona fyrst stóð einn upp, svo annar og svo að lokum hver einn og einast maður í húsinu, meira að segja steratröllið sem var að lyfta niðri fann stemninguna og stóð upp með 100 kg lóðin sín. Þegar öll ósköpin voru búin og maður orðinn þreyttur í höndunum og liðin farin inn í klefa þá kemur strákurinn hlaupandi inn á völlinn með körfuboltann sem honum hafi verið gefinn að tilefni dagsins, finnur mömmu sína í öllum fjöldanum, gefur henni boltann og faðmar hana. Pjúk pjúk. Það var ekki sála í húsinu sem hélt væmnistárum, nema þá kannski ég. Þessir kanar eru alveg unbelievable...

Svo er það annað atriði, ég spilaði snowfootball í gær, og lærði í fyrsta sinn svona út á hvað þessi leikur gengur eiginlega. En förum ekkert nánar út í það heldur leið mér eins og Rachel í Friends í einum þættinum. Muniði ekki eftir því þegar það var Thanksgiving og þau spiluðu öll amerískan fótbolta og Ross og Monica lentu í þrjóskukastinu? Já þá var Rachel sagt að "Go far", jebb þannig var farið með mig í gær. Mitt eina hlutverk var að hlaupa eins langt og ég komst án þess að vera tækluð. Ég hljóp sem sagt fram og tilbaka í klukkutíma í snjónum og fékk boltann einu sinni.

En núna verð ég víst að hafa fyrir lífinu og fara að lesa aðeins um uppruna kókaíns og ópíumefna.

Lafan

Engin ummæli: