föstudagur, febrúar 27, 2004

Merkileg stund

Íþróttahús Macalester er þakið bandaríska bjánanum, nei ég meina fánanum, myndir og plagöt af John Kerry blasa við mér og myndavélarnar æpa á mig. Undir er spilað U2, Beautiful day og mér líður eins og ég sé stödd á samfés í Laugardalshöllinni, slík er stemningin. Færri komast að en vilja og þúsund manns þurfa að bíta í það súra að hlusta á mannfýluna tala í gengum veggi íþróttahússins. Hvernig endaði ég hérna?, spyr ég sjálfa mig, hvernig í ósköpunum lenti ég á miðri kosningaræðu verðandi forsteta Bandaríkjanna?? Jæja, að því kemst ég sennilega aldrei, en áfram með smjörið. Þessi og hinn þingmaðurinn flytja ræðu sem eru hverri annarri líkari. No Bushes, more trees. Hvað sem það nú þýðir. Spennan magnast og loksins er hann kynntur, milljarðarmæringurinn og sjarmatröllið, John Kerry ladies and gentlemen. Undir heyrist magnast Clocks með Coldplay og enn og aftur er hugurinn minn farinn á flug og en að þessu sinni eru það tónleikarnir með Coldplay í höllinni sem koma mér í stuð, ég er mætt að sjá Chris syngja Clocks, dumm dumm dumm dududum, dumm dumm dumm dumm dududumm. Joooooohhhnnn Keeerryyyy!!!! Áfram magnast lagið og ég er ekki frá því að hann hafi aðeins dillað vinstri rasskinninni. Gríðarleg stemning og Minnesotabúar sleppa sér. Vúúúú æpa þau líkt og hann hafi unnið bronsverðlaunin hennar Völu Flosa um árið. Hann þakkar fyrir frábærar móttökur og þá sérstaklega þakkar hann Macalester, skólanum mínum, fyrir að vera frábær skóli og mikið af efniviði, einhverstaðar þarna á milli get ég svarið fyrir að hafi komið fyrir orðið Olof, en kannski var það bara ég.... Þarna kom það, loksins upplifði ég þessa frægu kanavæmni og samtöðu eins og þau vilja kalla hana, ég fékk gæsahúð og táraðist liggur við af því að verðandi forseti Bandríkjanna stóð örfáum skrefum í burtu frá mér, hann veit í hvaða skóla ég er og ég er ekki frá því að hann hafi litið á mig og brosað út í annað með nýju andlitslyftingunni sinni...

Engin ummæli: